Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 51
Fiskifélag íslands fagnar merkum áfanga í útgáfustarf- semi sinni, því í ár eru 60 ár liðin frá því að félagið tók við út- gáfu Sjómanna almanaksins af Stjómarráðinu, sem frá 1914 hafði gefið út „Almanak handa íslenskum fiskimönnum“, eins og það hét þá. Þegar Fiskifélagið tók við útgáfunni (1925) var aðeins einn fastráðinn starfs- maður hjá félaginu, en það var Sveinbjörn Egilsson. Skömmu síðar réðst Arnór Guðmunds- son, síðar skrifstofustjóri, til starfa hjá félaginu. Ritstjórn Almanaksins lenti að mestu á þeim og ritstjórn þess, síðar al- farið á Arnóri allt til ársins 1961 er Þórarinn Ámason, nú fram- kvæmdastjóri Aflatrygginga- sjóðs, tók við, og sá hann um ritstjórn til ársins 1970 er Guð- mundur Ingimarsson tók við ritstjórninni sem hefur séð um hana til þessa. Eins og allir sjómenn vita, þá er almanakið hafsjór af allskonar upplýsingum og fróðleik er snertir störf sjómannsins. Er það mikið lesið og notað um borð í hverju skipi. Löggjafinn taldi Sjómanna- almanakið það mikilvægt rit (öryggistæki) að sett var sérstök reglugerð þess efnis að öllum skipum 12 brúttórúml. að stærð og stærri var gert skylt að hafa almanakið um borð. Sjómannaalmanakið er ekki síður mikið notað í landi af út- gerðarfélögum, hafnaryfirvöld- um og fleiri aðilum um land allt, enda þar að finna mikilvægar upplýsingar um hvaðeina er snertir fiskveiðar og siglingar að ógleymdri skipaskrá um öll þil- farsskip í eign landsmanna svo og eigendur þeirra og nöfn framkvæmdastjóra hlutafélaga. Tveir góðir á loðnuveiðum. FISKISKIPASTÓLLIININ IÁRSLOKI9S4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.