Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Qupperneq 62
MS Edda Þótt núna sé inálum illa komið, er of mikið sagt að ekkert hafi ver- ið gert. Það var t.d. myndarlegt átak, þegar pólska ferjan MS EDDA var fengin til landsins eitt sumar. Hinsvegar var það of mikil bjartsýni að halda að slíkt skip gæti skilað arði á fyrsta sumri, eða fyrsta ári. Það tekur nefnilega nokkur ár 2—3 ár hið minnsta að „selja“ slíkt skip, eins og það heitir í ferðaiðnaðinum. Skipinu og þeirri þjónustu sem það veitir þarf að koma á framfæri víða og kynna fyrir almenningi, en slíkt tekur tíma og kostar töluverða fyrirhöfn. Þannig er t.d. talið að það taki 4 — 7 ár að „selja“ nýtt hótel, eða afla því fastra viðskipta. Aukinheldur eru aðstæður svo sérstakar á íslandi, að sérbyggt skip virðist helst koma til greina, og þá verða rnenn að safna nauð- synlegri markaðsreynslu með því að nota leiguskip til að byrja með. Þá er einnig rétt að hafa í huga, að miklar framfarir hafa orðið í skipagerð, eða búnaði til þess að gera farþegaskip stöðugri í haf- öldu. Með því að nota veltiugga, mistök? er þannig hægt að hugsa sér að skip geti gengið fleiri mánuði á siglingaleiðinni til íslands, en unnt var að hugsa sér fyrir tveim áratugum eða svo. Þetta er auðvit- að mikið átak, sem kostar mikla fjármuni, sem hæpið er að unnt sé að taka út úr rekstri þeirra skipa- félaga, sem nú starfa í vöruflutn- ingum milli landa. Víðtækt sam- starf þarf til. Hliðstæðu er þó unnt að finna í íslensku athafnalífi, til dæmis þegar gamli Brúarfoss var smíðaður. Þá vantaði tilfinnan- lega frystiskip til landsins. Ríkis- sjóður lagði þá fram íjárstyrk, er nam verulegum hluta þess sem frystiskip kostaði umfram venju- legt kaupskip. Þetta framlag var óafturkræft, og var gagnrýnt, meðal annars af mönnum sem héldu því fram að ekki væri þörf fyrir allt þetta aukna frystirými. En þegar frystiskipið var komið, fjölgaði hraðfrystum vörutegund- um og aukning varð á öðrum og skipið hafði ærin verkefni. Það flutti einnig venjulega stykkja- vöru. Hinsvegar lögðu þeir Eim- skipafélagsmenn ótrauðir í það að láta smíða nýja GULLFOSS eftir stríðið og hann kom að miklu gagni, þótt eigi hefði hann til lengdar burði til þess að keppa við flug, sem er önnur saga. Nú munu liðin 12 ár síðan MS GULLFOSS var seldur, og ekkert hefur komið í staðinn. Gullfoss var ekki bíl- ferja, sem unnt var að aka um borð í, en það voru ferjurnar yfir Ermarsund ekki heldur til að byrja með. Það var ekki fyrren eft- ir síðari heimsstyrjöldina að fyrstu þannig skip voru byggð. Og það er því fróðlegt að vita hvernig núna er siglt yfir Ermarsund. Nýjasta ferjan á þeirri leið, eða milli Boulogne og Dover er MS CHAMPS ELYSEES. Hún er 9065 lestir og tekur 1800 farþega, 330 bíla og 54 stóra vörubíla í hverri ferð. Ekið er um borð og frá borði á tvö þilför samtímis og tek- ur aðeins eina klukkustund að tæma skipið og lesta það aftur. Ný tveggja hæða vegamannavirki hafa verið gerð á viðlegunum, til þess að flýta losun og lestun. Ekki er þetta þó eina stórferjan, sem verið er að taka í notkun, COTE D’ AZUR, systurskipið verður ásamt stórskipunum St. CHRISTOPHER og St. AN- SELM á ferðinni í sumar ásamt 62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.