Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 63
tugum minni skipa og loftpúða- skipa. Miklar framfarir hafa einnig orðið í aðbúnaði, sem segja má að hafi þróast með árunum. Meiri áhersla er lögð á verslanir en áður og skyndibitastaði, ásamt þægi- legum veitingabúðum og krám. Og í raun og veru minnir skipið meira á stórmarkað, miðbæjar- kjarna, eða þá svokallað Mall, en á skip. Þessi fjölfarna ferjuleið er ef til vill ekki sú besta til þess að bera saman við íslenskar aðstæður, en það virðist vera sama hvert litið er. Annaðhvort eru menn að end- urbæta ferjur á lengri, eða skemmri leiðum, að undirbúa nýjar ferjuleiðir, eða þeir eru að grafa göng, eða leggja miklar brýr. Við gerum hinsvegar ekkert í þessa veru, en á því þyrfti að verða breyting. Bílíerjum fjölgar og þær stækka Eftir að Gullfoss var seldur úr landi, hafa íslendingar ekki átt neitt farþegaskip til millilanda- siglinga. Óþarfi er að rekja þá þróun út í hörgul, en staðreyndin var sú, að flugvélamar tóku við verkefnum farþegaskipanna, — og útrýmdu þeim að kalla, a.m.k. um stundarsakir og á vissum leið- um. Hinsvegar hafa farþegaskipin aftur öðlast tilveru á heimshöf- unum. Það eru aðeins verkefnin sem hafa breyst — og skipin að sjálfsögðu líka. Skipta má farþegaskipum í tvo flokka, það eru skemmtiferða- skip, sem sigla um allan heim með ferðamenn og þá oft í samvinnu við flugfélög, sem koma með farþegana um borð í fjarlægu landi og taka þá sem fyrir voru til síns heima. Hinn flokkurinn eru svo bílferjurnar, sem flytja ferða- menn og bifreiðar þeirra, eða far- artæki, þ.e.a.s. þeirra sem hafa þau með, og aukinheldur vöru- bíla, en markmiðið er að stytta sér leið á þægilegan og ódýran máta. Ferjur nota menn til þess að stytta ökuleiðir, þær sigla til og frá eyj- um. Mjög margar bílferjur sigla á milli staða, þar sem einnig má fara landleiðina. Ferjurnar eru þannig hluti af þjóðvegakerfi Iandanna. íslendingar eru nú um stundir líklega eina byggða eyjan, sem ekki býður upp á slíkan ferða- máta, ef frá eru taldar ferðir fær- eyska skipsins Noirröna, sem hingað siglir, eða til Seyðisíjarðar á sumrin. Mikil bót er að þessum ferðum, en þénugar geta þær ekki talist, miðað við að hafa skip í för- um, er hefði það að meginmark- miði að sinna þörfum íslendinga fyrir hraðferðir heiman og heim. Þó höfum við ekki alveg farið á mis við bílferjur og má þar til nefna Herjólf og Akraborgina, sem flytja gífurlegan fjölda far- þega, bifreiða, að ekki sé talað um vaming. Vildu líklega fæstir vera án þeirrar þjónustu nú. SJÓMANNADAGSBFAÐIÐ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.