Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 20
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
18
Starf Odds V. Gíslasonar -
stofnun Öldunnar
Þá er að geta séra Odds V. Gíslasonar
í Grindavík sem svo mjög lét öryggis-
mál sjómanna til sín taka. Hann var
eldheitur baráttumaður fyrir margvís-
legum málefnum, en störf hans að
slysavörnum ber hæst. Hann ferðaðist
verstöð úr verstöð til að vekja sjó-
menn til meðvitundar um nauðsyn ör-
yggisbúnaðar á skipum. Hann flutti
ræður og gaf út tímaritið Sæbjörgu um
þetta efni. Um hann segir Vilhjálmur
Þ. Gíslason í „Sjómannasögu“ sinni:
,,Hann hugsaði ekki aðeins um stofn-
un bjargráðanefndanna sem m.a. unnu
að slysavörnum, en ráðgerði jafnframt
stofnun sjómannafélaga til að tryggja
líf og atvinnu sjómanna á allan hátt“...
Hann gerði einnig ráð fyrir því að
stofna sjómannaráð fyrir allt ísland.“
Séra Oddur naut stuðnings ýmissa
málsmetandi manna, en hugmyndir
hans urðu mun síðar að veruleika.
Sjálfur fluttist hann til Vesturheims
sama árið og stéttarsamtök sjómanna
urðu til, samtök er nutu góðs af braut-
ryðjandastarfi hans í þágu sjómanna-
stéttarinnar. Odds er minnst sérstak-
lega á öðrum stað hér í blaðinu að
þessu sinni.
Yfirmenn á þilskipum urðu þó fyrri
til að stofna félagssamtök. 17. febrúar
1893 stofnuðu skipstjórar og stýri-
menn félagið Ölduna. Stofnendur
hennar voru 24, en fyrir þeim vakti að
stofna samtök þar sem þeir gætu rætt
sameiginleg áhuga- og hagsmunamál,
auk þess að njóta sameiginlega félags-
lífs í tómstundum sínum.
Útgerðarmannafélagið við
Faxaflóa
Stofnun Öldunnar hefur væntanlega
orðið forystumönnum háseta ábend-
ing um nauðsyn samstöðu og sam-
takamyndunar. En það sem knúði há-
seta til stofnunar félagsskapar var
stofnun Utgerðarmannafélagsins við
Faxaflóa 30. september 1894 og regl-
ur félagsins „fyrir fólksráðning o.fl. á
þilskipum...“, sem staðfestar voru 7.
október 1894 og skyldu vera bindandi
fyrir alla hlutaðeigendur til næsta að-
alfundar“.
Utgerðarmenn höfðu lengi rætt um
nauðsyn samtaka þilskipaútvegs-
manna. Á Vestfjörðum höfðu þil-
skipaeigendur gert samning til 5 ára
sín á milli um ráðningakjör skipverja
og birtist áskorun frá þeim til Sunn-
lendinga í ísafold um að gera slíkt hið
sama. Aðalforgöngumaður að stofnun
félagsins haustið 1894 var Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri. Hann hafði
þá nýverið haft forgöngu um að keypt
voru 8 ný þilskip til landsins. Afli var
fremur lítill árin 1894-96 og fiskverð
lækkaði árið 1894. Það mun hafa átt
sinn þátt í tilraunum útvegsmanna til
að herða ráðningarskilyrði háseta.
Tryggvi Gunnarsson segir um þil-
skipaútgerðina í grein árið 1902:
„Sem betur fer hafa mörg þeirra (þ.e.
þilskipanna-innsk.) þegar sýnt að þau
eru arðsöm eign, því að þess eru dæm-
in að á aflahæstu skipin hefur gróðinn
orðið svo mikill á þrem árum að meira
hefur orðið afgangs en það sem þau
kostuðu upphaflega, og þó hafa þau
gengið til veiða lítið lengur en helm-
ing af tímanum.“
Má ætla að haustið 1894 hafi út-
gerðarmenn ætlað sér að koma yfir á
sjómenn þeirri byrði sem slæmt ár-
ferði hafði lagt á útgerðina og saka þá
um heimskulega háar launakröfur.
Grein Tryggva bendir aftur á móti til
þess að þilskipaútgerðin hafi ekki ver-
ið eins áhættusöm og útvegsmenn létu
í veðri vaka við háseta þetta haust.
í lesendabréfi um þilskipaútveginn
frá þessum tíma segir: „Þeir (útgerð-
armenn) vilja af alhug fá breytingu á
hinum vitlausa kaupsgjaldsmáta en
þora hins vegar ekki almennilega að
kveða upp úr með það; óttast að það
fæli háseta frá sér... Mér finnst að út-
gerðarmenn ættu eftir fenginni reyn-
slu að skoða hvað þeir þola að bjóða,
þannig að skipin hafi sinn nauðsyn-
lega hag, til viðhalds, vaxtagreiðslu
o.s.frv. Fái þeir ekki háseta fyrir það
verð, þá ber atvinnuvegurinn sig ekki,
og þá er best að hætta honum... Væri
líklegt að hásetar hugsuðu sig um áð-
ur en þeir létu þar að reka að skipin
hættu að ganga.“
Ber þetta bréf glöggt vitni um það
hvernig reynt var að saka háseta um of
háar launakröfur og telja þær stofna
útgerðinni í voða, þegar mæta þurfti
erfiðleikum er áttu rót sína að rekja til
lélegs afla og lækkandi markaðsverðs.
Og blaðið hélt áfram að réttlæta
launaskerðingu útvegsmanna. Það
birtir reglugerðina í næsta tbl. og seg-
ir: „Fyrsti ávöxtur þessa félagskapar
eru reglur þær um ráðning á þilskip...
Virðist þó með reglum þessum alls
eigi gengið nærri hagsmunum háseta
og skipstjóra, heldur öll sanngirni
sýnd gagnvart þeim.“
Sjómannafélagið Báran
Einhliða samþykkt Útgerðarmannafé-
lagsins um ráðningarskilyrði vakti
kurr meðal háseta og fóru þeir þegar
að huga að á hvern hátt mæta skyldi
kjaraskerðingunni. Eigi leið nema
einn og hálfur mánuður þar til hásetar
höfðu fundið mótleik. Það var stofnun
sjómannafélagsins Bárunnar mið-
vikudaginn 14. nóvember 1894. Út-
gerðarmannafélaginu bárust því skjót
svör við reglugerðinni.
Erfitt er að henda reiður á tildrögum
og atburðarás við stofnun Bárunnar.
Fundargerðir Bárunnar nr. 1 frá 1894-
1902 sem munu hafa verið í einni bók
eru glataðar og því aðeins hægt að
styðjast við óljós og lítil blaðaskrif
samtímans og seinni tíma frásagnir
stofnenda, sem oft eru ótraustar.
Fjallkonan birtir frétt um stofnun
sjómannasamtaka. Þar segir: „Sjó-
menn sem reka atvinnu á þilskipum
og eiga heima í Reykjavík hafa að
sögn gert samtök sín á milli til að
krefjast hærra kaupgjalds og annara
vildari kosta af hálfu útgerðarmanna
en þeir hafa áður haft. - Það mun þó
vera hyggilegast fyrir þá að fara hóg-
lega, þar sem það er kunnugt að þil-
skipaútgerðin hefur naumast eða alls
ekki svarað kostnaði sum síðustu árin,
enda mun útgerðarmönnum innan-
handar að fá næga háseta á þilskipin
frá Færeyjum, sem verða ekki kaup-
dýrari og munu vera fullt svo duglegir
fiskimenn sem íslendingar.“
Frásögnin af stofnun félagsins og
kaupkröfum þess varð þess valdandi
að nýkjörinn formaður Bárunnar, Jón
Jónsson, svarar í umboði félagsins
með grein í Þjóðólfi viku síðar. Rit-
stjórinn, Hannes Þorsteinsson, leyfir
honum að birta reglur um kjör háseta
er 80 hásetar höfðu samþykkt í nóv-
ember á félagsfundi, svo menn gætu
gert samanburð og sannreynt hvort
hásetar færu fram á óhóflegar kaup-
hækkanir. 1 formála bendir Jón á að
hásetar fari ekki fram á kauphækkun