Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 28
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 26 „Fjölmenn og sterk samtök vélstjóra fá mestu framgegnt“ * Rætt við Helga M. Laxdal formann Vélstjórafélags Islands „Það er sannfæring mín aðþví fleiri sem við náum inn í samtökin, þvífleiri góðum málum verður hœgt að koma fram. “ (Ljósmynd Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson) Verulegur hluti Sjómanna- dagsblaðsins er að þessu sinni helgaður málefnum vélstjórastéttarinnar. Lá því beint við að við hittum að máli formann Vélstjórafélags Islands, Helga M. Laxdal, og spyrðum hann um hel- stu verkefni og baráttumál félags- ins og kemur Helgi víða við hér á eftir. Hann ræðir þróun atvinnu- réttindamálanna og mótun kvóta- kerfisins og stórmál líðandi stund- ar, eins og víkkað ábyrgðarsvið yf- irvélstjóra og baráttuna fyrir því að íslenskir farmenn þurfi ekki að víkja við útflöggun kaupskipaflot- ans. Þá skýrir hann hér ástæður þess að vélstjórar völdu þá leið að segja sig úr FFSÍ og mynda eigin samtök. En fyrst biðjum við hann að skýra í nokkrum orðum frá upp- runa sínum og ferli. „Eg er fæddur á Syðri Grund í Grýtu- bakkahreppi í Þingeyjarsýslu árið 1941 og ólst þar upp við vanaleg sveitastörf,“ segir Helgi í upphafi spjalls okkar. „Arið 1955 fór ég í Hér- aðsskólann á Laugarvatni og lauk prófi 1959. Um þær mundir fékk ég líka fyrst nasasjón af sjómennskunni, því ég var í tvö sumur á síldveiðum, fyrst á Höfðakletti frá Skagaströnd og þá á Gulltoppi frá Vestmannaeyjum. En raunverulegur sjómannsferill minn hófst í Grindavík. Mikill ljómi var yfir Grindavík í þá daga, sjómenn sóttu þangað mikið og ég vildi spreyta mig. En hásetapláss lágu ekki á lausu og ég gerðist matsveinn á vélbátnum Verði sem Gjögur hf. Grenivík gerði út. Það atvikaðist svo að ég hafði hitt skipstjórann á balli og var ekki frábit- inn að spreyta mig á þessu þegar hann bauð mér það. Tvær grímur runnu þó á mig daginn á eftir, því ég kunni ekk- ert til eldamennsku. En þetta varð eigi að síður úr, mér fór fram í kokkaríinu og var kokkur þrjár vertíðir. Verst var að ég kvaldist mjög af sjóveiki, en svo stopult var róið að maður sjóaðist aldrei almennilega. Sjóveikin lagðist eiginlega á sálina á mér og fyrir kom að ég ældi þegar áður en róið var. Síðar hef ég oft hugsað um að kannske hafi það verið þarna sem ég lærði að gefast ekki upp þótt á móti blési, því oft langaði mig til að hætta en harkaði af mér. En ég hafði ætlað mér að verða vél- stjóri en ekki matsveinn og veturinn 1960-61 þegar ég dvaldi á Isafirði - þangað hafði ég nefnilega elt konuna mína - sótti ég mótornámskeið þar vestra. Eftir það var ég á bátum Gjög- urs frá Grenivík allt til 1966, en þá var verið að kaupa nýjan bát og mig skorti réttindi á hann. Því fór ég í Vélskól- ann, þótt ég væri kvæntur er þarna var komið sögu og ætti þrjú börn. Og það hafðist, þótt ég yrði að vísu að taka hlé einn vetur þegar mig vantaði aura. Náminu lauk ég 1970. Mér hefur oft fundist þegar við höfum verið að berj- ast gegn undanþágum til vélstjórnar að fyrst ég gat þetta eins og þá stóð á, ættu flestir - oft barnlausir menn - að ráða við að afla sér réttinda. Síðast réði ég mig á vélskipið Há- kon sem var nýjasta skip þeirra hjá Gjögri hf. Þar um borð var ég í eitt ár, en fór þá til Fiskifélagsins og vann á tæknideildinni þar. Þar hætti ég 1983 þegar ég gerðist formaður Vélstjóra- félags Islands, en því starfi hef ég gegnt síðan.“ Atvinnuréttindamálin „Fyrstu málin sem ég tók að vinna að fyrir Vélstjórafélagið voru hin svo- nefndu atvinnuréttindamál. Miklar deilur höfðu ríkt vegna þeirra í all- mörg ár og þau voru eitt aðalmálið á fyrstu Farmanna- og fiskimannasam- bandsþingunum sem ég sótti, enda ekki ofmælt að þau hafi verið í algjör- um ólestri. Til dæmis var engar upp- lýsingar að fá um það hve margir fengu undanþágu ár hvert. Að auki voru engar reglur um þau skilyrði sem uppfylla þyrfti svo hægt væri að fá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.