Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37 „Þetta er verðmæt menntun - bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklinginn“ - segir Björgvin Þór Jóhannsson skólameistari Vélskóla íslands, en skólinn fagnar áttatíu ára afmæli sínu á næsta ári Skólameistarinn í siofu þeirri sem geymir vélarrúmsherminn. (Ljósm. Sjómannadags- blaðið / Björn Pálsson). * næsta ári mun Vélskóli ís- lands fagna áttatíu ára af- mæii sínu, en skipuleg vél- stjórnarmenntun í landinu hófst með stofnun „Vjelstjóraskólans í Reykjavík“ árið 1915. Sjómanna- dagsblaðið tekur sér dálítið forskot á að minnast þessara merku tíma- móta, þar sem við ætlum vélstjór- um og vélþekkingu myndarlegan hluta af efni blaðsins í ár, og þeim málum verða ekki gerð skil án þess að Vélskóla íslands sé þar við getið. Til þess að spjalla við okkur um skólann og þá einkum þau mál sem hæst ber í vélstjórnarfræðslunni nú fengum við Björgvin Þór Jóhanns- son skólameistra. En söguleg tíma- mót eru skammt undan og við biðj- um hann því um að fara örfáum orðum um stofun skólans og nokkra stærstu áfangana á ferli hans. „Fræðsla um vélbúnað skipa hófst ár- ið 1912 þegar fyrsti vélfræðikennar- inn, Marinus Eskild Jessen, var feng- inn til landsins 'frá Danmörku,“ segir Björgvin Þór. „Jessen var vélstjóri frá vélskólanum í Kaupmannahöfn og þegar „Vjelstjóraskólinn í Reykja- vík“, eins og hann var kallaður, var stofnaður 1915 varð hann fyrsti skóla- stjóri hans og gegndi starfinu í 40 ár eða til 1955. En Fiskifélag íslands átti einnig snemma þátt í menntun vélstjóra, og á vegum þess var tekið að kenna mótor- vélstjórum þegar árið 1914, en það gerði Olafur Th. Sveinsson vélstjóri, sem þá var vélfræðiráðunautur Fiski- félags íslands. Var fljótlega tekið að efna til námskeiða víða um land. En munurinn á náminu í Vélstjóraskólan- um og því sem kennt var á vegum Fiskifélagsins var sá að í Vélskólan- um var meiri áhersla lögð á stærri vél- arnar, svo sem gufuvélar í flutninga- skipum og togurum. Námskeið Fiski- félagsins voru hins vegar miðuð við mótarana í fiskibátunum.“ Fáein merk tímamót í skólasögunni ,,Um og upp úr aldamótunum síðustu hófst vélvæðing fiskiskipaflotans. Vélstjóramenntun í landinu var því forsenda þess að sú þróun gæti haldið áfram og var um leið undirstaða batn- andi lífskjara. Ég mun nú geta um fáein stærri tímamót sem orðið hafa í sögu skól- ans. Árið 1935 var stigið mikilvægt skref þar sem þá var byrjað að kenna rafmagnsfræði. Það var auðvitað sprottið af þörfinni, en það hefur ávallt verið svo að atvinnulífið hefur kallað eftir ákveðinni þekkingu sem Vélskólinn hefur leitast við að láta í té. Fyrst í stað var megin áherslan lögð á jafnstraumskerfi, en núna eru það riðstraumskerfi. Önnur tímamót verða svo 1936: Þá eru sett ný lög þar sem krafist er að til þess að fá inngöngu í Vélskólann verði menn að hafa starfað í smiðju í minnst þrjú ár. Margir luku sveins- prófi áður en skólanám var hafið, en sveinspróf var forsenda hins meira vélstjóraprófs. Jafnframt er nafninu breytt í „Vélskólinn í Reykjavík." Þá eru það árin 1951 og 1952 sem ætíð mun staldrað við þegar saga skól- ans er rakin. 1951 hefst kennsla í kæli- tækni, sem nú er talsvert stór þáttur í kennslunni og hefur þróast afar mikið, og 1952 var vélasalurinn tekinn í notkun, en nokkrum árum síðar var byggt við hann en í þessum húskynn- um fer nú fram megnið af verklegri kennslu skólans á vélfræðisviði. Við þetta sköpuðust mjög bættar aðstæður til þess að fylgjast með þróuninni í greininni með auknum tækjakosti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.