Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 40
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 38 Vélskólinn á ýmsar gerðir skipavéla, túrbína ogfl. búnaðar sem notður er við kennsl- una. (Ljósm. Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson) þótt nú séu salirnir fullnýttir og mál komið til að bæta við. 1973 var raf- magnsfræðikennslunni búin góð að- staða í nýbyggingu við Vatnsholt, en þessi bætta aðstaða olli straumhvörf- um í verklegri rafmagnsfræðikennslu við skólann. Næst vil ég stöðva við árið 1966 þegar sett voru ný lög um vélstjóra- námið. Var þá krafan um smiðjutíma sem skilyrði fyrir inntöku í skólann felld niður, en í þess stað var kennsla í vél- og rennismíði tekin upp ásamt iðnskólafögum fyrir vélvirkjun. Þessi breyting var nokkuð gagnrýnd á sín- um tíma, en ástæðan fyrir henni var sú að mikill skortur var orðinn á vél- stjóramenntuðum mönnum í landinu og allt vaðandi í undanþágum. Dræma aðsókn að skólanum fyrir þessa breyt- ingu má að verulegu leyti rekja til langs smiðjutíma og oft var erfitt fyrir menn að fá starf í smiðju og komast á námssamning. Raunar var krafist sveinsprófs ef nemendur ætluðu að öðlast full réttindi og urðu menn þá að afla sér námstíma í smiðju á sumrum eða á öðrum tíma sem gafst og að loknu skólanámi. Þessi námstími í smiðju er nú 19 mánuðir. Með lögunum 1966 gerðist það einnig að skólinn tók að sér þá kennslu sem farið hafði fram hjá Fiskifélaginu og skólarnir voru sam- einaðir í „Vélskóla íslands“, eins og skólinn heitir nú. Sameiningin leiddi til þess að farið var að útskrifa menn með réttindi á fleiri stigum en áður. Slökunin á inntökuskilyrðunum og sameining skólanna tveggja varð til þess að mikil fjölgun varð í Vélskóla Islands og rættist von bráðar talsvert úr skorti á menntuðum vélstjórum. Var eins og stífla hefði brostið og þessi mikla aðsókn hélst allt til 1982-3 og var algengt að nemendur væru hér 300 og ríflega það. Einnig má nefna sem merka áfanga að kennsla í stýri- tækni hófst árið 1968, stillitækni 1970 og kennsla í tölvufræðum 1981. Áfangakerfi tekið upp - námstíminn lengdur „Þá er komið að þeim breytingum sem átt hafa sér stað á allra síðustu árum: 1985 voru enn sett ný lög og var hið markverðasta í þeim að áfangakerfi var tekið upp jafnframt því að námið var lengt um eitt ár. Ég var kominn að skólanum löngu áður en þessi lög komu til fram- kvæmda og verð ég að segja að þá var orðið ansi erfitt að komast yfir náms- efnið á þeim tíma sem okkur var ætl- aður til þess. Skólinn þarf að uppfylla tilteknar alþjóðakröfur í sambandi við námið og sjá til þess að námsefnið gefi því ekki eftir sem tíðkast á öðrum Norðurlandanna, en það var ekki auð- velt við fyrri aðstæður. Það sem er þó aðalatriðið er að tækniþróunin, ekki síst á togaraflotanum, hefur verið geisiör og menn þurfa að búa yfir mikilli tækniþekkingu til að reka og halda við þeim flókna tæknibúnaði sem nútíma skip samanstendur af. Ör- yggi skipsins er að miklu leyti komið undir því að hæfir og vel menntaðir vélstjórar séu um borð. Eins og áður er námið stigaskipt. Að loknu námi á fyrsta stigi, en það er aðeins einnar annar nám, útskrifast menn sem vélaverðir. Síðan aukast réttindin og nemendur öðlast annars stigs réttindi og þá þriðja stigs réttindi og verða svonefndir vélfræðingar að loknu námi á fjórða stigi, en þetta starfsheiti var tekið upp 1981. Þar er um harla mikla menntun að ræða, eða alls fimm ára nám á framhaldsskóla- stigi að viðbættum 19 mánuðum í smiðju og sjótíma þeim sem þarf til hæstu atvinnuréttinda, sem er 3 ár. Fljótlega upp úr 1980 fækkaði nokkuð í skólanum og má rekja þá fækkun að miklu leyti til erfiðleika í járniðnaði og gætti þess einnig í málmiðnaðargreinum iðnskóla. Frá þessum tíma hefur nemendafjöldinn í skólanum verið mjög jafn eða um 200 nemendur. Með þessum fjölda tel ég að mennt- unin sé í nokkuð góðu jafnvægi og að við fullnægjum allvel þörfinni í þjóð- félaginu. Aftur á móti gætum við tekið nokkru fleiri nemendur ef til kæmi. Mikilsverðar og sögulegar umbætur urðu árið 1986 þegar við fengum vélarúmshermi til notkunar við kennsluna. Segja má að fyrsti hermir- inn sem við fengum hafi ekki verið mjög fullkominn, en hann hefur verið að þróast heilmikið og er orðinn að mjög fullkomnu og góðu kennslutæki. Einkum var hann bættur mikið og aukinn árið 1992. Kennslutækjaað- staðan batnaði enn á síðasta ári þegar ráðist var í að byggja mjög fullkomið kælikerfi sem nú er unnið við að koma inn í kennsluna. Þetta kennslutæki var byggt með mikilvægri aðstoð frá Vél- smiðjunni Héðni hf. og Kælismiðj- unni Frost hf.“ Viðhaldstæknifræðsla og endurmenntun „Af því merkasta um þessar mundir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.