Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 42

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 42
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 40 vil ég geta um að við höfum farið meira og meira út í að kenna það sem við nefnum viðhaldstækni, en það er sú þekking sem þarf til þess að geta haldið búnaði við kerfisbundið. Ræð- um við þá bæði um tímastýrt viðhald og ástandsstýrt viðhald. Þessi mál eru mikið í brennidepli enda telja menn sig hafa sýnt fram á að hægt sé að spara heilmikið með því að hafa vélbúnaðinn í slíku stýrðu viðhaldi. Með þessu móti á að nást hámarksnýting á vélbúnaði og frátafir vegna bilana verða í lágmarki. Erfitt kann að vera að benda á í krónum og aurum hve mikið hér spar- ast, en mjög háar tölur hafa verið nefndar. Við þetta nám eru tölvur mik- ið notaðar. Erum við nú komnir með mjög fullkomna tölvustofu með ný- tísku tölvum og í þeim er að finna mismunandi forrit um stýrt viðhald. Þau forrit sem notuð eru núna í kennslunni eru: Grettir, Viðhalds- vakinn og Ægir, en skólinn hefur þeg- ið þau öll að gjöf. Þá er það endurmenntun vélstjóra eða símenntun þeirra, en vélstjóra- starfið er þess eðlis að menn þurfa alltaf að vera að halda sér við. Þróunin er það mikil á ýmsum sviðum og sá sem ekki gefur gaum að því getur átt á hættu að fjárfesting hans í þekkingu ónýtist eftir nokkurn tíma. Því hefur Vélskóli íslands haldið uppi endurmenntunarnámskeiðum og voru allmörg haldin á sl. ári. Þau voru í kælitækni, í stýrðu viðhaldi og í vél- arrúmsstjórnun. Þá höfum við verið með námskeið í tengslum við starf- semi fyrirtækja, svo sem Landsvirkj- unar. Fyrir þá stofnun höfum við þeg- ar haldið allmörg námskeið í samvinnu við Vélstjórafélag íslands og hafa þau farið fram úti á vinnustöðunum. Þó vildum við að krafturinn í endur- menntunarnámskeiðunum væri enn meiri. En vandinn hefur því miður verið að fá menn til að koma á nám- skeiðin. Við höfum auglýst þau, en iðulega orðið að aflýsa þeim vegna dræmrar þáttöku - því miður. En víst hafa sum námskeiðanna verið vel sótt og heppnast vel, og má vera að hér ráði auglýsingar og kynning miklu. Við höfum auglýst í blaði sem Vél- stjórafélagið gefur út og heitir Vél- stýring, en það berst öllum aðilum Vélstjórafélags Islands og er því kjör- inn fjölmiðill til þess að auglýsa í. í þessu sambandi vil ég geta þess að samband skólans og Vélstjórafélags íslands er með miklum ágætum. A Norðurlöndunum er mikið um það að fyrirtæki sendi menn á námskeið sem haldin eru í vélskólum og mætti sá þáttur aukast hér hjá okkur. Þörf er fyrir „smáskipabraut“ ,,Hér hef ég nú stiklað á nokkrum stærstu þáttunum í þróuninni fram til dagsins í dag.En ekki hafa allar nýj- ungar sem við höfum hug á enn orð- ið að raunveruleika. Þær snerta ekki allar vélstjórnarfræðsluna eingöngu og vil ég nefna að þörf er á menntun handa hásetum á skipunum okkar, svokallaðri smáskipa- og háseja- fræðslu. Þetta höfum við Guðjón Ár- mann Eyjólfsson skólameistari Stýrimannskólans oft rætt og höfum sameiginlega skipulagt ,,smáskipa- braut“ svokallaða. Þar eiga menn eftir hálfsvetrar langt nám að geta fengið 30 tonna skipstjórnarréttindi og réttindi sem vélaverðir auk þekk- ingar á öryggismálum. Það sem snýr að Vélskólanum er fyrst og fremst málmsmíði og málmsuða, vélstjórn og rafmagnsfræði. Tímarnir hafa breyst og ólíkt eldri sjómönnum, sem snemma lærðu handtökin á sjónum, er það svo að fjöldi ungra manna nú kann ekki neitt af því sem gera þarf í höndunum þegar hann kemur um borð í skip. Ekki leikur vafi á að „smáskipabraut" eins og sú sem ég hef lýst hér yrði mikið fram- faraspor og menn með þessa mennt- un eru ekki aðeins liðtækir á dekki heldur einnig í vél. Að mínu mati er hér einnig um að ræða ákjósanlega hásetafræðslu fyrir kaupskip og ættu menn með þetta nám að öðru jöfnu að hafa forgang í mannaráðningum. Með því að bæta einni önn við, sem færi fram í Fisk- vinnsluskólanum, væri komin kjörin hásetafræðsla fyrir stærri fiskiskip og togara. Þetta nám yrði rekið í sam- vinnu Vélskólans, Stýrimannskólans, Fiskvinnsluskólans og Slysavarna- skóla sjómanna. Allir hljóta að sjá nauðsyn þess að bæta menntun þeirra sem starfa við öflun sjávarfangs og við flutning á varningi til sjós, enda hefur tækninni í þessum geirum at- vinnulífsins fleygt mjög fram á síð- ustu árum. Samvinna fyrrnefndara skóla er þegar í gangi á ýmsum svið- um og er ekkert vandamál. Það eina sem vantar er vilji stjórnvalda og at- vinnulífs til að auka menntun í þess- um mikilvæga geira atvinnulífsins. Það er kominn tími til að staðið sé við öll fögru fyrirheitin sem tengjast Sjó- mannadeginum og verkin verði látin tala. Það er löngu tímabært að hásetar fái sína sérmenntun í þessu þjóðfélagi, eins og aðrar starfsgreinar. Framtíð vélstjórnarmenntunarinnar ,,En hér erum við að ræða um Vél- skóla íslands fyrst og fremst, og má spyrja hver framtíð þessarar menntun- ar verði? Ég tel að ekki leiki á tveim tungum að þetta er verðmæt menntun - bæði fyrir þjóðfélagið og einstak- linginn. Það er góð fjárfesting fyrir ungan mann í dag að fara út á þessa braut, því þetta er menntun sem hefur í sér fólgna mikla breidd. Sá sem orð- inn er vélfræðingur er í senn vélvirki og vélstjóri og honum ættu að standa til boða störf bæði til sjós og lands. Þótt einkum sé miðað á störf um borð í skipunum þarf þjóðfélagið á þessari menntun að halda við virkjanir, varmaveitur, í smiðjum og alls konar fyrirtækjum og þá einnig í sambandi við katla, en til að reka gufukatla þarf vélstjóraréttindi. Ég held líka að ekki hafi mikið borið á atvinnuleysi í greininni. Að öðru leyti er erfitt að segja fyrir um framtíðina. Skólinn mun þó vissu- lega líkt og hann hefur gert frá byrjun reyna að laga sig að öllum helstu tækniframförum. Hér verður reynt að taka þær nýjungar sem mestu máli skipta inni í kennsluna eftir því sem kostur er á. Best er að skóli sé að minnsta kosti samstiga tækniþróun- inni og helst þarf hann að vera dálítið á undan sinni santíð. Til dæmis er gaman að geta um það að þegar við fengum þennan fullkomna vélarrúms- hermi fórum við skref fram úr þeirri tækni sem fyrir var í íslensku atvinnu- lífi, en í herminum er fullkominn lit- grafiskur búnaður til stjórnunar, sem aðeins er notaður þar sem tæknivæð- ing er á háu stigi. Slík tækni er þó að sönnu fyrir hendi hjá Hitaveitu Reykja-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.