Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 44

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 44
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 42 smíðakennslunni varð að koma fyrir niðri í kjallara hússins. Aformað var að þetta væri aðeins til bráðbirgða, en því miður er það svo að þessi kennsla fer þarna enn fram. Ástand hússins hefur ekki batnað á þessum tíma og vil ég nefna að þegar veður standa af suðaustri er allt bók- staflega á floti víða í byggingunni og verst er það í kjallaranum. Nú í vetur urðu menn iðulega að standa í stígvél- um við rennibekkina og kennarar þurftu að byrja á að ausa upp vatninu áður en kennsla gat hafist. Ekki er hægt að koma öryggis- og hreinlætis- málunum í það horf sem krafist er við þær aðstæður sem þarna ríkja. Mun hver maður sjá að slíku er ekki hægt að una og hef ég áhuga á - og er reyndar ákveðinn í - að flytja smíða- kennsluna í betra húsnæði strax á þessu ári. Verður kennslan flutt yfir í austurendann á vélasalsbyggingunni, en þar er nú teiknistofa okkar, efna- og olíurannsóknir. Fyrir þær greinar verður þá byggð upp aðstaða hér í að- alskólahúsinu. Þá er vélasalurinn þegar farinn að hamla eðlilegri þróun, en það er svo með kennslu sem þessa að kennslu- tæki og búnaður þurfa það mikið pláss að þau ákvarða húsnæðisþörfina meir en nemendafjöldinn. Því er alls ekki raunhæft að bera saman venjulegan menntaskóla annars vegar og svo skóla sem þennan hins vegar þegar rætt er um húnæðisþörf. Þótt gamla Sjómannaskólabygging- in sé falleg og áberandi í borgar- mynstrinu er húsið mjög illa farið eins og komið hefur fram í máli mínu hér. Því hefur verið illa við haldið og að auki hefur aldrei verið lokið við skóla- lóðina. En til lóðarframkvæmda og flutningsins á smíðunum höfum við nú fengið góða fjárveitingu, þannig að hægt er að flytja helming smíðanna úr kjallaranum og koma lóðinni talsvert áleiðis á þessu ári. Eg vil nota tæki- færið og þakka Fjárlaganefnd Alþing- is fyrir góðan skilning á málefnum Sjómannaskólans og sjómannamennt- unarinnar.“ Sj ávarútvegurinn þarf á dugandi og vel menntuðum mönnum að halda „Eins og ég sagði áður er aðstreymi nemenda til okkar vel viðunandi. Þeir sem héðan fara hafa hlotið góða menntun og verða góðir þjóðfélags- þegnar. Þótt margir séu lítt slípaðir og fremur óbeislaðir í byrjun, þá hefur okkur undantekningalítið tekist að skipuleggja námið þannig að náms- áhugi vakni og menn sjái tilgang með vinnunni í skólanum. Ég hef hér eingöngu rætt um kennsluna í Reykjavík, en vélstjóra- nám er stundað víðar hér á landi og þá í tengslum við fjölbrautaskóla á við- komandi stöðum. Við erum hinsvegar eini skólinn sem útskrifar menn með fjórða stig - þ.e.a.s. vélfræðinga. En skólinn á Akureyri útskrifar menn til þriðja stigs og einnig er stundað vél- stjóranám í Vestmannaeyjum, Kefla- vík, ísafirði og víðar. Um helmingur nemenda okkar koma utan af landi og því er ekki að neita að grunnurinn hjá þeim er misjafn. Hjá sumum er hann ágætur en lakari hjá öðrum og einnig hafa menn lokið mismiklu námi í sinni heimabyggð, ýmist í almennum greinum, faggreinum eða sérgreinum. Kostir áfangakerfisins eru að við met- um menn inn í okkar nám, þannig að þeim nýtist allt það nám sem þeir hafa fyrir og er matshæft í vélstjóranámið, en við það styttist námstími þeirra hjá okkur. Einnig getum við boðið upp á hægferðir hjá þeim sem hafa slakan undirbúning eða þurfa af einhverjum ástæðum lengri tíma til að ná settum markmiðum. Svo aftur sé vikið að háseta- og smáskipafræðslu, þá er það því miður svo að löngum hefur verið litið á há- setastarfið og flest sem lýtur að fisk- vinnslunni á þann hátt að menn hafi eins og ,,lent“ í þessum störfum eftir að hafa „dottið“ út úr skólakerfinu. Þetta er vitaskuld mjög slæmt þar sem sjálfur grundvallaratvinnuvegur okkar á í hlut. Allir ættu að sjá að í þessum störfum þurfa menn að vera ekki síður menntaðir en á öðrum sviðum í okkar þjóðfélagi. Verkefni dagsins er því fyrst og fremst að gera átak í smáskipa- og hásetafræðslu og er ég sannfærður um að fyrrnefndir skólar á sjávarútvegs- sviði mundu með ánægju taka þátt í slíku starfi.“ AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.