Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 Jósafat Hinriksson Næst æðsti maður skipsins er 1. vélstjórinn - hæfni hans í starfi ræður því hvort milljónir sparast eða tapast, segir Jósafat Hinriksson iðrekandi í þessari skemmtilegu og eftirminnilegu frásögn af reynslu sinni sem vélstjóri á sjötta áratugnum * Askipum er skipstjóri æðsti maður um borð. En fyrsti vélstjóri er honum næstur og því næst æðsti maður skipsins. Þetta ættu vélstjórar að hafa hug- fast. Skipstjóri á fiskiskipi stjórnar skipinu og öllu sem tilheyrir veiðum og sigl- ingu skipsins. Hans er að sjá um fiskiríið, hvar á að bera niður til þess að finna fisk, vita hvar hann helst heldur sig og hvar er lielst aflavon. Góður fiskiskipstjóri og aflaskipstjóri er gæddur sérgáfu sem ekki verður numin í Sjómannaskóla. Hann verður að hafa þau sex eða sjö skilningarvit sem þarf til þess að verða fiskimaður. Hann þarf að hafa þekkingu á göngu fisksins, hvar hann muni halda sig á ákveðnum fiskislóðum á hverjum tíma. Helst þarf hann að íhuga vel til dæmis hitastig sjávar, fæðu fisksins, strauma sjávar og fiskigöngu. Góður og þekktur fiskiskipstjóri er sjálfstæð- ur og sérhæfileikum gæddur. Honum verður ekki aðeins stillt upp við vegg og við hann sagt: ,,Þú átt að verða mikill fiskimaður og veita útgerðinni góðan hagnað með því að skila góðum °g miklum afla í land.“ Sparnaðurinn nam 98% af árslaunum niínum sem í. vélstjóra 1- vélstjóri, alvöru vélstjóri, á að gæta vélbúnaðar skipsins vel. Hann, ásamt undirmönnum sínum, á að vera hag- sýnn og athugull gæslumaður alls vél- búnaðar skipsins, bæði í vélarrúmi og ofandekks - því hvernig eiga yfir- menn á þilfari að vita og geta gætt Jósafat Hinriksson á þeim árum þegar hann var 1. vélstjóri um borö íNeptúnusi. ýmiss búnaðar ofandekks með enga undirstöðumenntun í þeim málum? Ég gætti hagsmuna útgerða sem ég vann fyrir í fyllsta máta þar sem ég var 1. vélstjóri á skipum. Tryggvi Ófeigsson var það sérstak- ur og mikill atvinnurekandi og fram- kvæmdamaður sinna fyrirtækja að hann tók vel eftir og fylgdist það vel með að hann vissi allt um þetta. Hann hafði á fingrum sér hvað var að ske hverju sinni. Það hefur verið árið 1955, þegar ég var búinn að vera 1. vélstjóri á topp- aflaskipinu Neptúnusi í tvö ár að hann sagði við mig: „Jósafat, þú gætir vél- stjórnarinnar vel. Þið á Neptúnusi not- ið mikið minna af brennsluolíu en systurskipið Mars. Olíukostnaður Neptúnusar er 150 þúsund krónum lægri en á Marsinum yfir árið. Það er ekki lítill peningur." Þetta þótti mér athyglisvert og ánægjulegt. Hvað ætli 150 þúsund krónur árið 1955 séu mikil verðmæti á verðgildi ársins 1994 - eða um 39 ár- um síðar? Samkvæmt útreikningi sem Hagstofa Islands gerði fyrir mig þann 21. mars sl. samsvara 150 þúsund krónur 1955 til 3.05 milljóna á nú- virði. Arslaunin voru þannig um 98% af þeirri upphæð sem sparaðist í olíu- kaupum árið 1955. Þetta og annar sparnaður útgerðar- innar í þá daga var stórvægilegur. Enda launaði Tryggvi mér það á marga vegu og einnig mörgum árum síðar eftir að starfstíma mínum hjá út- gerð hans lauk. Svo komu fleiri ár, því samtals urðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.