Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
47
Jósafat Hinriksson
Næst æðsti maður
skipsins er 1. vélstjórinn
- hæfni hans í starfi ræður því hvort milljónir sparast eða tapast, segir Jósafat
Hinriksson iðrekandi í þessari skemmtilegu og eftirminnilegu frásögn af reynslu
sinni sem vélstjóri á sjötta áratugnum
*
Askipum er skipstjóri æðsti
maður um borð. En fyrsti
vélstjóri er honum næstur
og því næst æðsti maður skipsins.
Þetta ættu vélstjórar að hafa hug-
fast.
Skipstjóri á fiskiskipi stjórnar skipinu
og öllu sem tilheyrir veiðum og sigl-
ingu skipsins. Hans er að sjá um
fiskiríið, hvar á að bera niður til þess
að finna fisk, vita hvar hann helst
heldur sig og hvar er lielst aflavon.
Góður fiskiskipstjóri og aflaskipstjóri
er gæddur sérgáfu sem ekki verður
numin í Sjómannaskóla. Hann verður
að hafa þau sex eða sjö skilningarvit
sem þarf til þess að verða fiskimaður.
Hann þarf að hafa þekkingu á göngu
fisksins, hvar hann muni halda sig á
ákveðnum fiskislóðum á hverjum
tíma. Helst þarf hann að íhuga vel til
dæmis hitastig sjávar, fæðu fisksins,
strauma sjávar og fiskigöngu. Góður
og þekktur fiskiskipstjóri er sjálfstæð-
ur og sérhæfileikum gæddur. Honum
verður ekki aðeins stillt upp við vegg
og við hann sagt: ,,Þú átt að verða
mikill fiskimaður og veita útgerðinni
góðan hagnað með því að skila góðum
°g miklum afla í land.“
Sparnaðurinn
nam 98% af árslaunum
niínum sem í. vélstjóra
1- vélstjóri, alvöru vélstjóri, á að gæta
vélbúnaðar skipsins vel. Hann, ásamt
undirmönnum sínum, á að vera hag-
sýnn og athugull gæslumaður alls vél-
búnaðar skipsins, bæði í vélarrúmi og
ofandekks - því hvernig eiga yfir-
menn á þilfari að vita og geta gætt
Jósafat Hinriksson á þeim árum þegar hann var 1. vélstjóri um borö íNeptúnusi.
ýmiss búnaðar ofandekks með enga
undirstöðumenntun í þeim málum?
Ég gætti hagsmuna útgerða sem ég
vann fyrir í fyllsta máta þar sem ég var
1. vélstjóri á skipum.
Tryggvi Ófeigsson var það sérstak-
ur og mikill atvinnurekandi og fram-
kvæmdamaður sinna fyrirtækja að
hann tók vel eftir og fylgdist það vel
með að hann vissi allt um þetta. Hann
hafði á fingrum sér hvað var að ske
hverju sinni.
Það hefur verið árið 1955, þegar ég
var búinn að vera 1. vélstjóri á topp-
aflaskipinu Neptúnusi í tvö ár að hann
sagði við mig: „Jósafat, þú gætir vél-
stjórnarinnar vel. Þið á Neptúnusi not-
ið mikið minna af brennsluolíu en
systurskipið Mars. Olíukostnaður
Neptúnusar er 150 þúsund krónum
lægri en á Marsinum yfir árið. Það er
ekki lítill peningur."
Þetta þótti mér athyglisvert og
ánægjulegt. Hvað ætli 150 þúsund
krónur árið 1955 séu mikil verðmæti á
verðgildi ársins 1994 - eða um 39 ár-
um síðar? Samkvæmt útreikningi sem
Hagstofa Islands gerði fyrir mig þann
21. mars sl. samsvara 150 þúsund
krónur 1955 til 3.05 milljóna á nú-
virði. Arslaunin voru þannig um 98%
af þeirri upphæð sem sparaðist í olíu-
kaupum árið 1955.
Þetta og annar sparnaður útgerðar-
innar í þá daga var stórvægilegur.
Enda launaði Tryggvi mér það á
marga vegu og einnig mörgum árum
síðar eftir að starfstíma mínum hjá út-
gerð hans lauk.
Svo komu fleiri ár, því samtals urðu