Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 91
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
89
Loks var skipið dregiðfrá bryggju íReykjavík og inn að mynni Grafarvogs ogEllið-
vogs. Þar lá það síðustu tvö ár sín hér við laitd. Teikning úir Speglinum.
svo mikið hafði veiðst af tvo undan-
farna vetur i herpinót. En síldin kom
hins vegar ekki á þetta svæði oftar né
annars staðar þar sem hún yrði veidd í
herpinót eða önnur stórvirk veiðar-
færi.
Er skemmst frá því að segja að skip-
inu var lagt við eystri hluta Ægis-
garðsins, en sökum stærðarinnar tók
það allt viðleguplássið þar. Lá það nú
þarna í heilt ár án þess að það kæmi að
nokkrum notum. Sjómenn voru frem-
ur gramir yfir að skipið skyldi taka
þetta verðmæta pláss og álitu betra að
nýta viðlegukantinn fyrir skip, sem
kæmu að meiri notum. Því heldur sem
hvorki tryggingargjöld né hafnargjöld
höfðu verið greidd vegna Hærings frá
því er hann kom til hafnar, eða í um
eitt og hálft ár.
Kom í stað verksmiðju á
Austurlandi
I júlí 1950 tókust samningar um að
Reykjavíkurbær og Síldarverksmiðjur
ríkisins tækju Hæring á leigu og
sendu hann til Seyðisfjarðar um miðj-
an mánuðinn. Samningurinn gerði ráð
fyrir að skipið sjálft yrði leigulaust,
enda um reynslurekstur að ræða. Hins
vegar áttu þessir aðilar að bera kostað
við útbúnað skipsins fyrir brottför,
rekstur á leigutímanum, vátryggingu
og fleira.
Ekki varð það úr að skipið leggði af
stað á fyrirhuguðum tíma, þar sem
ekki hafði verið samið um kaup og
kjör áhafnarinnar og fiskvinnslufólks
um borð. Samningar tókust viku síðar
og hélt skipið þá áleiðis til Seyðis-
fjarðar. Síldveiðin fyrir Norður- og
Austurlandi brást þetta árið og var að-
eins landað 4000 málum til vinnslu
um borð í Hæring. Til viðmiðunar má
geta þess að með vinnsluvélum skips-
ins var unnt að vinna úr 6 til 10 þús-
und málum á sólarhring.
Skipinu var síðan siglt til Reykja-
víkur þar sem það kom að góðum not-
um við bræðslu á karfa næstu eitt til
tvö árin. Karfaveiðar voru þá að hefj-
ast við Nýfundnaland á nýsköpunar-
togurunum. Sagt er að ástæðan fyrir
því að nýsköpunartogararnir sóttu á
miðin við Nýfundnaland hafi verið sú
að Hæringur var til staðar í Reykja-
víkurhöfn til að bræða aflann. En
vegna þess hve það átti fyrir skipinu
að liggja að vera bundið lengi í
Reykjavíkurhöfn var senn tekið að
ræða um að hér væri að strönd borið
„draugaskip“ eitt mikið, sem erfitt
yrði að losna við. Skip sem í upphafi
var talið að mundi geta fært svo mik-
inn auð í þjóðarbúið!
Haft var við orð að skipið héldi
hvorki vatni né vindi og að jafnvel
hafi gætt sjávarfalla í lestum þess.
Spaugsamir menn á þessum tíma
gerðu óspart grín að skipinu og má
finna í dagblöðum og tímaritum marg-
víslegan kveðskap sem ortur var um
Hæring. Dæmi um það er þessi vísa:
,, Vtð Ægisgarð liggur
eitt skrýtið skip,
skrautlegt en lekur þó eins og hrip.
Allir þekkja þann gamla grip,
Hæring, sem hrærist ekki,
með síld - með enga síld á dekki. “
Eftir langa reiðileysisdvöl í Reykja-
víkurhöfn fór svo að síðustu tvö ár sín
hér við land lá Hæringur í mynni Ell-
iðavogs og Grafarvogs. Hafði honum
verið siglt með stefnið upp í moldar-
bakka sem þar var. Á þessum stað
stóð skipið þar til það var selt til Nor-
egs í september 1954.
Nýju eigendurnir í Noregi munu
hafa verið ánægðir með skip sitt og
fréttist að þeir töldu að það hefði full-
komlega uppfyllt þær vonir sem þeir
höfðu gert sér um það, þrátt fyrir ein-
hverja byrjunarörðugleika.
En ekki fögnuðu allir ytra með eig-
endunum. Hjá íbúum í síldarbænum
Álasundi reis áköf deila út af lyktinni
sem barst frá bræðsluskipinu mikla og
hótuðu þeir málsókn, ef ekki yrði úr
bætt hið bráðasta. Og mál var hafið -
en það dróst á langinn og urðu menn
að búa við fnykinn í nokkur ár, eða
uns skipið var enn selt og nú til Björg-
vinjar. Þar var það endurbyggt og not-
að til Kínasiglinga, en ekki vitum við
í hvað tilgangi.
Og lýkur hér að segja af Hæringi
hinum mikla.