Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Qupperneq 93
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
var kominn mjög nærri hinu mikla
fari. Þá var duflinu varpað útbyrðis og
mældur staður skipsins. Reyndist það
fulla mílu innan við landhelgislínuna -
eins og hún var dregin í þann tíð, eða
tæpar tvær mílur undan landi. Nú var
léttbátnum skotið út, og í hann stigu
fyrsti stýrimaður og tveir hásetar, en
Jóhann Andrésson stóð við byssuna,
albúinn þess að skjóta, ef skipstjóran-
um á móðurskipinu kynni að detta í
hug að leita undankomu eða varna
stýrimanni uppgöngu. Stýrimaður
hafði með sér aðra af tveimur skamm-
byssum varðbátsins.
Þegar léttbáturinn kom að hlið móð-
urskipsins, fleygðu Rússarnir festi til
bátverja, og ennfremur hleyptu þeir
niður kaðalstiga, enda var mjög hátt
upp á öldustokk skipsins. Stýrimaður
réðst þegar til uppgöngu. Þá er upp
kom, gat að líta fjölda manns á þilfar-
inu, bæði konur og karla. Þetta var
þreklegt og fremur myndarlegt fólk,
búið þykkum og skjólgóðum varð-
málsfötum.
Stýrimaður fór rakleitt upp á stjórn-
pall. Þar hitti hann skipstjórann, sem
heilsaði vingjamlega og virtist mjög
áhyggjufullur. Hann skildi ekki ensku
og kvaddi til loftskeytamanninn. Það
var ung stúlka. Hún skildi ensku og
talaði hana sæmilega, en þó stirðlega.
Stýrimaður tjáði henni, að skipið
mætti ekki vera innan landhelgi nema
í brýnni nauðsyn og þá ekki nema tak-
markaðan tíma - og alls ekki með
nótabát í eftirdragi. Stúlkan túlkaði
fyrir skipstjóra, og síðan tuldraði hann
langa romsu, sem stúlkan hlýddi á
með athygli og túlkaði síðan á ensku.
Hún kvað eitt af síldveiðaskipunum
rússnesku hafa orðið fyrir vélbilun, og
hefði móðurskipið dregið það í land-
var, svo að það gæti legið fyrir akkeri,
meðan gert væri við vélina. Stýrimað-
ur kallaði til skipherrans á Faxaborg
og skýrði honum frá málavöxtum.
Væri hvorki verið að vinna að neta-
bætingu né síldarsöltun á þiljum móð-
urskipsins - og í nótabátnum væri
engin nót. Skipherra úrskurðaði, að
skipinu skyldi sleppt og fól stýri-
manni að veita skipstjóranum áminn-
ingu. Stýrimaður vék sér að þeim
rússneska, sagði á ensku, að hann gæti
farið frjáls ferða sinna og áminnti
hann um að gæta þess í öllum atriðum
að brjóta ekki landhelgislögin. Stúlk-
an túlkaði, og skipstjórinn brást glað-
ur við, þreif í hönd stýrimanns og
hristi hana mjög broshýr. Síðan
kvaddi stýrimaður og fór yfir í varð-
bátinn.
Nú var haldið inn með austanverðu
Langanesi. Þar lá fyrir akkerum, stutt
undan landi, lítið norskt gufuskip,
sem stundaði síldveiðar. Bátur frá því
hafði lent í vogi einum, og voru
nokkrir skipverjar í fjöru. Skipherrann
á Faxaborg lét skjóta út báti, og var
róið með fyrsta stýrimann yfir að síld-
veiðiskipinu. Stýrimaður fór upp og
spurði skipstjóra, hverju það sætti, að
hann hefði sent bát í land. Skipstjóri
kvaðst hafa sent eftir vatni. Stýrimað-
ur spurði, hvort hann hefði haft sam-
band við yfirvöld í löglegri höfn og
fengið stimpluð skipsskjölin. Jú, sá
norski kvaðst hafa komið á Siglufjörð,
læknir stigið á skipsfjöl og lögreglu-
stjóri séð skipsskjölin og stimplað
þau. Stýrimaður gekk úr skugga um,
að skipstjóri sagði þetta satt, en spurði
hann síðan, hvort honum væri það
ekki kunnugt, að hann mætti lögum
samkvæmt aðeins taka vatn og vistir í
þremur íslenskum höfnum, Seyðis-
firði, Akureyri og Siglufirði. Skip-
stjóri kvaðst ekki geta neitað, að sér
væri kunnugt um þetta ákvæði.
„En það er langt til Seyðisfjarðar og
ennþá lengra til Siglufjarðar,“ sagði
hann.
Fyrsti stýrimaður kvað vera enn
lengra til Noregs. Hann vék sér síðan
frá skipstjóranum og kallaðist á við
Þórarin skipherra, sagði honum mála-
vöxtu.
„Við látum duga áminningu,“ mælti
Þórarinn.
Stýrimaður sneri sér síðan aftur að
skipstjóranum norska, kvað hann
mundu sleppa í þetta sinn með áminn-
ingu um löghlýðni, og vonandi kæmi
ekki til þess, að hann bryti af sér á ný,
því að þá slyppi hann ekki við að
skreppa spölkorn í fylgd með varð-
skipinu. Norðmaðurinn var mjúkur á
manninn, og þó að kveðjur stýrimanns
væru stuttaralegar, tók sá norski mjög
kurteislega undir.
Varðbáturinn hélt lengra inn með
landinu og lagðist við akkeri fram
undan Skálum.
Annar stýrimaður kom á vörð
klukkan fjögur um nóttina. Klukkan
langt gengin fimm kallaði íslenskur
91
Þórarinn Björnsson skipherra.
síldveiðaskipstjóri í talstöðina og
sagði fullt af rússneskum síldveiða-
skipum innan landhelgislínunnar á
miðjum Bakkafirði. Stýrimaður vakti
skipherra, og hann skipaði svo fyrir,
að öll skipshöfnin skyldi kvödd til
starfa. Skipherra fór síðan á fætur í
hasti og hafði tal af skipstjóranum ís-
lenska. Hann kvað mörg íslensk og
rússnesk skip að veiðum úti á firðin-
um, sum innan landhelgi og önnur ut-
an. Skipherra kvað varðbátinn mundu
koma á vettvang eins skjótt og unnt
væri og síldveiðaskipstjórinn sagði,
að hann og fleiri mundu slá hring um
Rússana á skipum sínum, fara í veg
fyrir þá og sporna við því, að þeir
slyppu.
Akkerum var létt í skyndi og vélin
síðan látin taka á því, sem hún átti til.
Það var orðið bjart af degi, veður hlýtt
og stillt og sjórinn sléttur. Úti á firðin-
um var fjöldi skipa. Rússarnir reyndu
að hraða sér að draga næturnar, og
íslensku skipin voru á kreiki í kring-
um þau rússnesku. Nótin flæktist
saman hjá einum Rússanum, en annar
kom aðvífandi, setti dráttartaug í nót-
ina hjá félaga sínum og reyndi að
draga hana í sundur með afli vélarinn-
ar. Skipstjóri frá Siglufirði var þarna
mjög nærri á skipi sínu, og tók hann
mynd af þessari hjálparstarfsemi.
Varðbáturinn nálgaðist óðum skipa-
þvöguna, og þá er hann var kominn að
henni, rýmdu íslensku skipin fyrir
honum. Brátt kom hann þar að, sem
eitt rússneska skipið var að draga inn
nót sína. Það hét Zenil, og einkennis-
stafir þess voru PC 11. Þegar Faxa-
borgin var að koma að þessu skipi,
mældu skipherra og fyrsti stýrimaður
stað þess, og mældist það 1.3 sjómílur
innan við landhelgislínuna. Rennt var