Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 94

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 94
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 92 fram með hlið skipsins, og annar stýrimaður varðbátsins og einn háset- inn stukku yfir í höfuðböndin á fram- siglunni. Hafði annar stýrimaður skammbyssu að vopni. Faxaborgin hélt áfram á fullri ferð og stefndi í veg fyrir annað skip þeirra Rússanna. Það hét Tuman og var merkt PC 8. Þetta skip hafði þegar náð inn nótinni og stefndi nú á fullri ferð til hafs. Jóhann Andrésson stóð við fallbyssuna, og var skotið púðurskoti á Tuman. En skipstjórinn lét sér ekki segjast. Aftur var skotið púðri, en ár- angurslaust. Þarna var svo margt af skipum, að nokkur áhætta var að skjóta kúluskoti á sökudólginn, en skipherrann treysti vel skyttunni og þótti hart að láta Rússann undan draga. Hann skipaði því að skjóta kúlu. Jóhann miðaði, og kúlan kom niður fimm sex metrum fyrir framan stefni Tumans og þeytti upp háum vatnsstrók. Þetta var sannarlega vel skotið. Og Rússinn nam þegar staðar. Varðbátnum var rennt upp að hlið- inni á Tuman, og því næst mælt, hvar hann væri staddur. Mælingarnar sýndu, að hann var eina sjómílu innan við fiskveiðatakmörkin. Fyrsti stýri- maður stökk því næst yfir í skipið, ásamt tveimur hásetum. Var annar þeirra Jóhann Andrésson, og var hann vopnaður þeim eina riffli, sem til var í vopnabirgðum þessa íslenska varð- skips, en birgðirnar voru, auk riffils- ins, tvær skammbyssur, og önnur þeirra var nú í höndum annars stýri- manns, en hin var hvergi finnanleg. Skipstjórinn á Tuman var frekar ungur maður. Hann kunni ekki ensku, en fyrsti stýrimaður á varðskipinu gerði honum skiljanlegt með blýants- teikningum og bendingum, að hann hefði brotið landhelgislögin. Þá krafð- ist hann þess, einnig með táknum og bendingum, að skipstjóri afhenti hon- um skjöl skipsins. Skipstjóranum varð mikið um, en þá er stýrimaður hafði gert honum skiljanlegt, að annar rúss- neskur skipstjóri væri undir sömu sök seldur og vörður verið settur í skip hans, var auðsætt, að honum hægðist mjög mikið, og sótti hann skipsskjölin í skyndi og afhenti þau. Stýrimaður fór síðan yfir í varðbátinn og hafði fyrsta stýrimann af Tuman með sér sem gísl, en skildi eftir hásetana, vopnaða rifflinum. Enn var varðbáturinn knúinn áfram eins hratt og unt var og stefnt að þriðja rússneska veiðiskipinu. Þegar Faxa- borgin skreið fram með hliðinni á því, var skipshöfnin að Ijúka við að tæma nótina. Þetta skip hét Wolna, og voru einkennisbókstafirnir PC 4. Mælingar sýndu, að skipið var einn þriðja úr sjómílu innan við landhelgislínu. Fyr- sti stýrimaður varðskipsins fór vopn- laus yfir til Rússanna, þar eð skamm- byssan, sem til átti að vera, hafði ekki ennþá komið í leitirnar. Hann hitti skipstjórann, geðþekkan og stillilegan mann, og skýrði fyrir honum með teikningum og handapati, að hann væri sekur um landhelgisbrot, sam- kvæmt mælingum yfirmanna varðbátsins. Skipstjóri sótti sjókort, sem var ærið blakkt og ógreinilegt, og var auðsætt, að hann vildi gera stýri- manni það skiljanlegt, að hann hefði haldið landhelgislínuna þannig dregna, að hann hefði talið sig utan við landhelgina. Stýrimaður hristi höfuðið og gaf í skyn á sínu táknmáli, að hann vildi fá skipsskjölin í sínar hendur. Skipstjórinn skildi hann, sótti skjölin og lét þau af hendi. Meðan þessu fór fram, hafði skip- herrann á Faxaborg leyst þann vanda, hverja skyldi skipa verði íslenskrar réttvísi á veiðiskipinu Wolna, sem á var sextán vaskra manna skipshöfn. Annar stýrimaður og allir hásetarnir voru þegar komnir á vörð, vopnaðir þeim tveimur byssum, sem finnanleg- ar voru í Faxaborginni. Eftir voru, auk skipherra og fyrsta stýrimanns, vél- stjórarnir tveir og matsveinninn. Skip- herra sá ekki annað ráð vænna en senda tvo af þessum mönnum á vörð í Wolna - og það með öllu vopnlausa. Hann orðaði við matsveininn, hvort hann mundi fáanlegur til að yfirgefa potta og pönnur og standa vörð fyrir föðurlandið. Matsveinninn var að ljúka við að búa til tvíréttaðan sunnu- dagsmat, sem hann taldi hafa lánast sérlega vel, og var fullur bjartsýni, sjálfstrausts og fórnarlundar. „Velkomið, skipherra,“ sagði hann, ,,að ég taki að mér að vagta þessa rússnesku fugla.“ Þá sneri skipherra máli sínu til vél- stjóranna, og annar vélstjóri kvaðst fús til að taka á sig ábyrgðina með jafn ágætum manni og matsveinninn væri. „Það held ég,“ sagði hann. Manni Garðar Pálsson 1. stýrimaður. ætti að vera óhætt, vitandi fyrsta stýri- mann reiðubúinn til að meðhöndla fallstykkin, ef Rússinn kynni eitthvað að fara að steyta sig!“ Þeir bjuggu sig síðan til brottfarar, stigu yfir á þiljur hins rússneska veiði- skips, alvarlegir á svip og auðsjáan- lega sér fyllilega meðvitandi þess trúnaðar, sem þeir urðu aðnjótandi, og þeirrar ábyrgðar, er á þeim hvíldi, - en fyrsti stýrimaður fór yfir í varðbátinn og tók sem gísl fyrsta stýrimann af Wolna. Nú tilkynntu íslensk veiðiskip, að rússneska skipið Burna, einkennt með stöfunum PC 14, það hið sama og hjálpað hefði Wolna við að draga sundur nótina, stefndi til hafs og hyggðist forða sér úr klóm íslenskrar réttvísi. Vélin í Faxaborg var ennþá einu sinni látin taka á öllu, sem hún hafði til, og knúði hún skipið um lygnan sjóinn með níu mílna hraða. Þarna var enn margt skipa, og hefði ekki verið alls kostar auðvelt að átta sig á því, í fyrstu, hvar Burna færi, ef ekki hefði siglt á eftir henni siglfirskt veiðiskip og haft fána við hún. Það kom síðar upp úr dúrnum, að rúss- nesku skipin gátu siglt með fjórtán mílna hraða, en skriðurinn á Burna var ekki meiri en svo, að brátt tók Faxaborgin að draga á hana, og áður en langt leið, var gerlegt að senda henni skotkveðjur. Var þá öll áhöfnin á Faxaborginni snarlega önnum kafin. Skipherra stóð við stjórn, fyrsti vél- stjóri gætti vélarinnar, og fyrsti stýri- maður stóð í stafni og hlóð og skaut. Fyrst var skotið þremur púðurskotum, en ekki varð séð, að Burna léti sig það neinu varða. Nú var ekkert skip orðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.