Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 19
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
19
„Það er reisn yfir öllu sem
Hrafnistumenn gerau
Frá vígslu og blessun hinnar nýju sundlaugar og heilsuræktaraðstöðu
við Hrafnistu í Reykjavík
„Hér er hátt til lofts og vítt til veggja, sem lýsir stórhug þeirra sem í lyftingu hafa staðið, “ sagði Hannes Þ. Hafstein er
hann setti athöfnina. (Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson)
Þann 5. mars rann upp lang-
þráð stund þegar sundlaug og
heilsuræktaraðstaða hlutu
blessun og vígslu við Hrafnistu
í Reykjavík. Þessum viðburði
var fagnað að viðstöddu fjöl-
menni og flutt voru ýmis
ávörp, þar á meðal ávarpaði
heilbrigðisráðherra viðstadda,
borgarstjórinn í Reykjavík og
formaður Sjómannadagsráðs.
Athöfnin hófst með því að kynnir
athafnarinnar, Hannes Þ. Hafstein, sté
í ræðustólinn og fórust honum orð á
þessa leið:
„í nafni stjórnar Sjómannadagsráðs
býð ég ykkur öll hjartanlega velkom-
in til þessarar samverustundar og
þeirrar athafnar sem hér fer fram,
blessun hinnar nýju endurhæfingar-
stöðvar með sundlaug við Hrafnistu-
heimilið í Laugarásnum. f dag hefur
langþráðum og stórmerkum áfanga
verið náð. Hér er hátt til lofts og vítt
til veggja sem lýsir stórhug þeirra sem
í lyftingu hafa staðið og sett stefnuna,
lofar snilli hinna fjölmörgu hand-
verksmanna er lagt hafa hönd að verki
og hér starfar og mun starfa í framtíð-
inni fært fagfólk á sviði heilsuræktar
og sjúkraþjálfunar, til þess að sinna
heimilisfólki á Hrafnistu, að Norður-
brún 1 og Skjóli. Og vissulega öðrum
þeim sem hingað kunna að leita í
framtíðinni til endurhæfingar og
styrktar bæði á sál og líkama. En
þeim þáttum sem hér hefur verið tæpt
á munu síðar verða gerð betri skil.“
Að orðum Hannesar loknum söng
Söngfélag eldri borgara í Reykjavík
tvö lög undir stjórn frú Kristínar Pét-
ursdóttur og voru undirleikarar þau
Hafliði Jónsson píanóleikari, Bragi
Hlíðberg harmonikkuleikari og Þor-
valdur Steingrímsson fiðluleikari. Um