Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 104

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 104
104 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ alls vísir — á síðasta ári höfðu tveir menn verið myrtir um borð í skipinu, annar á Suður- Atlantshafi, hinn við austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla hafði komið í þyrlu út til þeirra og flutt morðingjana í land. Eins og til áréttingar því viðsjárverða lífi sem hann lifði hneppti hann upp tveim hnöppum á frakkanum og dró fram svarta skammbyssu með stuttu hlaupi og lagði hana á borðið. Veitingamað- urinn kom auga á þetta og sneri sér undan í flýti, en Finninn stakk byss- unni inn á sig að nýju. „ You have got to, “ sagði hann og setti upp eins kon- ar sorgarsvip, en Maríusi fannst samt eins og byssan væri hluti af stolti hans. Að þessu loknu fór hann að spyrja Maríus um hagi hans og þegar hann komst að því að hann var vél- stjóri og atvinnulaus í bili, stakk hann upp á að hann kæmi um borð til sín. Hann fylltist ákafa og hallaði sér nú svo langt fram á borðið að brotið nef- ið nam næstum við andlitið á viðmæl- anda hans. „Not so bad, not so bad, “ tvítók hann og saug sígarettuna svo ákaft að glóðin varð eins og eldrauð- ur, glerharður spjótsoddur. „ You would get let’s say four a month,“ sagði hann og var greinilega að tala um launin sem í boði væru, en lét undir höfuð leggjast að nefna hvaða gjaldmiðil var um að ræða og Maríus spurði hann ekki að því. „Them coloured guys are quite lost, have no chance, you see, — no chance. But a man like you... “ Hann kinkaði kolli og deplaði íbygginn öðru þessara smáu og snöru augna sinna. „Not so bad at all... “ Hann gerðist rólegri og drap í sígerettunni með því að merja glóðina undir stórum þumalfingrin- um, án þess að séð yrði að hann fyndi til sársauka. Maríus fann að hann varð að fara og athuga hvað Jóhannesi liði og stóð upp. Finninn stóð upp líka og þeir kvöddust innvirðulega. „ Think about my offei; “ kallaði hann á eftir honum meðan hann var á leið að dyrunum. „We sail at noon... ask for mate Kallio. “ Þegar hann kom út var tekið að birta ögn, himinninn orðinn svarblár og úti við sjóndeildarhringinn sveif einmana, mjótt og hvítt ský sem óhugsandi var að segja hvernig staðið gat á. Hann átt enn spöl ófarinn niður að bryggjunni þegar hann sá að sjúkrabíllinn var þegar kominn og hugsaði með þakklæti til hjúkrunar- konunnar á sjúkrahúsinu sem hann hafði rætt við í símann. En þegar hann sá að þarna stóð líka spánnýr lög- reglubíll og þyrping fáeinna manna runnu á hann tvær grímur. Þeir höfðu þó ekki þurft að beita karlinn valdi til þess að koma honum á sjúkrahúsið...? Hann var ekki kominn alla leið þegar hann sá að maður benti af ákafa í átt til hans og áttaði sig á sér til undr- unar að það var annar svertingjanna sem verið hafði að virða hann fyrir sér ofan frá lunningunni á útlenda skipinu fyrr um morguninn. Lögregluþjónn gekk rólega fram til móts við hann. „Ert þú á þessum bát?“ spurði hann og kinkaði kolli aftur fyrir sig. „Já, er eitthvað að?“ „Ja, hér hefur orðið slys.“ Þeir gengu saman nær bílunum og mannþyrpingunni og hann kom strax auga á sjúkrarbörur sem maður, greinilega læknir, og lögregluþjónn voru að stumra yfir. Það var Jóhannes. Hann var holdvotur frá hvirfli til ilja og sýndist alveg ótrúlega horaður þegar blaut fötin, sem tekin voru að klaka, höfðu lagst svona þétt að grönnum líkamanum. Einhver hafði lokað á honum augunum og munnur- inn gapti örlítið, eins og í undrun. Fannhvítar skyrtulíningarnar gægðust undan jakkaermunum, en tóbaksdós- irnar hans höfðu einhvern veginn opnast og tóbakið dreifst yfir skyrtu- brjóstið eins og kaffikorgur, svo skyrtan var þakin gulum flekkjum. Hárið, sem verið hafði svo úfið þegar þeir skildust, lagðist nú rennslétt aftur á hnakkann. I þessum svifum risu mennirnir við börurnar á fætur, hófu þær upp og renndu þeim með hraði inn í sjúkrabílinn. Dyrunum var skellt aftur, næstum því hranalega, og bílinn ók samstundis burtu... Hann sat inni í lögreglubílum og var að gefa skýrslu. Inni á milli blöð- uðu þeir í plöggunum í veski hins látna og skrifuðu eitthvað hjá sér. „Nei, engir peningar — bara ávísana- hefti,“ sagði lögregluþjónn sem sat hjá honum í framsætinu við lögreglu- þjón sem sat í aftursætinu. „Svo þið vorið bara tveir á?“ spurði lögreglu- þjónninn í þriðja sinn og hann svaraði enn fleiri spurningum um ferð þeirra sem honum virtust engan tilgang hafa. „Við höfum heimilisfangið og símanúmerið. Veistu hverjum á að til- kynna þetta? Veistu hvað konan hans heitir.“ „Hann á enga — býr einn.“ Nú bar að einn hafnsögumannanna og hann bankaði á rúðuna á lögreglubílnum: „Þeir verða að flytja bátinn, Garðar,“ sagði hann kergjulega við lögreglu- manninn. „Við þurfum að koma skipi hér upp að bryggjunni.“ Maríus leit upp og sá hvar lítið og snoturt, hvít- málað flutningaskip lónaði úti á miðri höfninni á hálfri skrúfu. „Það varð slys hérna,“ svaraði lög- reglumaðurinn höstugur og var sýni- lega reiður yfir að vera ávarpaður með nafni. „Bátinn má ekki flytja fyrr en rannsókn á því er lokið. Þeir geta lagst að þegar skipið þarna fer — þeir fara á hádegi.“ Hafnsögumaðurinn lötraði óánægður burtu, en lögreglu- maðurinn tók upp þráðinn þar sem frá var horfið: „Einhverjir ættingjar?“ Hann var að því kominn að segja að hann vissi ekki um neina en áttaði sig svo. „Hann á fósturdóttur. Hún heitir Evlalía — Evlalía Guðmunds- dóttir, held ég. Nei, ég veit ekki hvar hún býr.“ Nafnið olli lögregluþjónunum tals- verðum heilabrotum og það tók hann langan tíma að koma þeim með blý- antinn í skilning um að hún héti ekki Emelía. „E-v-1 ha?“ stautaði lögreglu- þjónninn með blýantinn á lofti. Að lokum skrifaði hann nafnið fyrir þá sjálfur. Heimilsfangið? Ja, þeir hlutu að finna lausn á því. Hann komst nú að því að það var annar svertingjanna sem komið hafði auga á Jóhannes í sjónum. Þeir höfðu þotið til með krókstjaka og náð honum um borð í bátinn, en bryggjuvörðurinn hafði orðið einhvers var og kallað til lög- regluna. „Var hann viss um að svert- ingamir hefðu ekki verið komnir um borð í bátinn áður?“ spurði annar lög- regluþjónninn og átti við bryggju- vörðinn, greinilega í von um að hér gæti morðmál verið í uppsiglingu. „Já, alveg viss,“ svaraði hinn. „Ég margspurði hann að því.“ Það varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.