Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 11
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 Hrafnista í Reykjavík. Þar, sem á Hrafnistu í Hafiiaifirði, verður boðið upp á ókeypis veitingar á Sjómannadaginn. (Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson) ustukerfi Hrafnistu. Þetta hefur reynst mjög þægilegt — hérna geta aldraðir búið ýmist í raðhúsi eða í blokk, eftir því sem fjárhagur og vilji er fyrir hendi og alla þjónustu getur fólkið sótt inn á heimilið. Og nú síðast ber svo að telja sundlaugina og endurhæf- ingarstöðina sem ítarlega er greint frá hér í blaðinu. Það verður væntanlega síðasta byggingarframkvæmdin við Hrafnistu í Laugarási.” 40 ára þróun byggð á reynslu “En eins og að ofan segir fagnar Hrafnista í Hafnarfirði einnig merkis- afmæli á árinu, þar sem hún er nú orð- in 20 ára. Svo háttaði til að ég sat í bygginganefnd þess heimilis ásamt þeim Pétri Sigurðssyni og Óskari Vig- fússyni. Ég minnist þess að hönnuður að fyrri hluta eða A-byggingu heimil- isins var Bjami Marteinsson arkitekt. En I982 var svo byrjað að byggja hjúkrunardeildirnar ásamt sundlaug og ýmsum þjónustuhlutum öðrum. Til þess að teikna þær viðbætur var feng- inn ungur maður sem hefur unnið mesta eða alla teiknivinnu fyrir Sjó- mannadaginn hin síðari árin, Halldór Guðmundsson arkitekt. En sá maður sem hafði mestan veg og vanda af byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði hvað tekjuöflun snerti og fram- kvæmdir var þáverandi formaður Sjó- mannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, sem síðar varð svo forstjóri heimilis- ins. Það sem ég vil fyrst minnast á í til- efni af þessum tímamótum í sögu þessara tveggja heimila er það hve frábærlega okkur hefur tekist til með starfsfólk. Bæði þessi heimili okkar hafa verið annáluð fyrir snyrti- mennsku, þrifnað og hlýlegheit. Fólk sem hefur komið til okkar hefur jafn- an dáðst að þessu og ber það ljósastan vott um það hverju okkar ágæta starfsfólk hefur fengið til leiðar kom- ið. Hér er um að ræða þróun sem stað- ið hefur í 40 ár og hefur verið ákaf- lega ánægjulegt og skemmtilegt að fylgjast með henni. Þannig má segja að þegar Hrafnista í Hafnarfirði var reist hafi við bygginguna verið yfir- færð sú reynsla sem fengist hafði af Hrafnistu í Reykjavík. Við Hrafnistu í Hafnarfirði er dagvist, eða “Dægradvöl,” eins og við köllum það, og einnig erum við með svonefnda “orlofsdvöl,” en þar er um að ræða átta herbergi, sem ætluð eru til þess að fólk geti dvalist þar í einn mánuð og síðan snúið heim á ný. Því miður hef- ur þetta ekki gengið til eins og upp- haflega var ætlað, þar sem þetta fólk hefur margt ílengst hjá okkur. En vafalaust mun í framtíðinni verða séð svo til að þetta standi til boða og virki eins og til er ætlast, þegar heimilin stækka. Síðan er að nefna dvalar- heimilið sjálft sem samkvæmt lögum kallast þjónustuaðstaða og þar eru rúmlega hundrað manns — allir í ein- býlisherbergjum. Einnig þrjár hjúkr- unardeildir og er einni hæðinni skipt í tvennt: I öðrum hlutanum eru alzheimersjúklingar og köllum við þá deild “Hlífð.” Þarna er um nokkurt nýmæli að ræða og hefur gefist ákaf- lega vel, sem sýnir að enn höfum við gerst framúrstefnuaðilar í málefnum aldraðra á íslandi.” Hjúkrunarálma fyrir 90 manns og stækkun herbergja á Hrafnistu í Laugarásnum “Það hefur lengi verið draumur okkar að byggja við Hrafnistu í Hafn- arfirði nýja hjúkrunarálmu fyrir 90 manns. Við erum þegar í stakk búnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.