Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 79 / Endalok „Olafsvíkur-Svansins44 * — frásögn úr endurminningum Björgúlfs Olafssonar læknis / æviminningum sínum, „Æsku- fjör og ferðagaman“ hefur Björgúlfur Ólafsson iæknir skráð merka frásögn af Ólafsvíkur- Svaninum. Flest er það byggt á heimildum sem í öllum meginatrið- um koma heim og saman við það sem skráð er hér að ofan. En Björg- úlfur minnist einnig endaloka Ólafsvíkur-Svansins persónulega og er mikill fengur að þeirri frá- sögn, því þar bætast við ýmsar ítar- legri lýsingar á skipinu. Þá segir hann á skemmtilegan hátt frá því þegar verið var að afferma skipið strax eftir komu þess og þar hefjum við frásögnina. „Og enn var hann kominn, blessað tryggðatröllið, í hundraðasta og sext- ánda sinn. Og um leið var ánægjuleg- asti og tilbreytingaríkasti tími ársins upp runninn. Hátíðin hófst á því að Pjetursen kapteinn, sem faktorinn kallaði Petersen, kom í land og hvarf jafnharðan inn á kontór til faktorsins og vissi enginn hvað þeim fór í milli. En menn gengu ofan í fjöruna og heilsuðu upp á skipverja þá sem komu með Pjetursen. Sumir höfðu komið með Svaninum áður og gamlir kunn- ingjar heilsuðust. Ólsarar spurðu komumenn um ferðina, hve lengi þeir hefðu verið, hvemig veður þeir hefðu fengið og önnur algeng sjóferðatíð- indi, en enginn kunni að spyrja frétta frá útlöndum. Menn létu sig það engu skipta hvort nokkur hlutur hefði gerst í útlandinu eða enginn, síðan Svanur- inn var síðast á ferðinni. Kannski hef- ur faktorinn þurft að forvitnast um það hvort komið væri stríð eða hvern- ig kónginum liði. En ekki fréttist ann- að en að góður friður hefði verið, þar sem Pjetursen hafði spurnir af. Komumenn spurðu engra frétta héð- an. Þeir hafa vitað það um Island að þar í kringum Jökulinn væri fátt til skemmtunar, engir kjallarar, engin slagsmál, ekkert kvennafar, ekkert líf.” „Bringingarbátunum“ ýtt á flot „Allt var undirbúið undir hinn ár- lega stórviðburð. Bringingarbátamir, Elliði og Sveinsstaðaskipið, höfðu verið settir fram og ýtt á flot. Bryggja var engin í Ólafsvík og útgrynni í lendingunni svo bátamir flutu ekki fyrr en nokkurn spöl frá landi. Utfiri var mikið og löng leið frá fjöramáli upp í vörugeymslurnar (þetta orð skildi enginn fyrir aldamót; slíkir staðir hétu pakkhús.) Bringingunni var þannig hagað að bátunum var róið út að skipinu og þeir bundnir við skipshliðina. Með fyrsta bátnum fóru þeir sem áttu að hjálpa til um borð og komu í land með síðasta bátnum um kvöldið. Þær vörur sem voru léttar og meðfærilegar gengu frá hendi til handar neðan úr lest og ofan í bát. En allur þyngri varningur var undinn upp í talíu, ýtt út fyrir borðstokkinn og rennt ofan í bátinn. Ekkert „spil“ var á Svaninum nema akkerisvindan frammi í stafni. Allt annað varð að draga upp með handafli. Það gerðu tveir eða þrír menn saman og urðu að hanga í talíunni bröltandi í lausu lofti og neyta þunga síns við baggana og var það erfið vinna, en um slíkt fékkst enginn.“ Að vera „í skipi“ taldist verðskulduð hvíld „Þegar bátur var fullfermdur var haldið í land. Nú er þess að gæta að ekki var hægt að fást við bringingu nema í logni eða mjög hægri sunnan eða suðvestanátt og nokkum veginn þurru veðri, því flestar vörurnar máttu ekki vökna. Það var gömul venja við þessar athafnir að í bringingabátunum voru fyrirmenn úr flokki alþýðunnar þar á plássinu, einkum formenn á róðrarbátunum, og því næst einstöku vel metnir borgarar sem höfðu lagt niður stritvinnu og voru hættir sjó- róðrum. Að vera „í skipi“ var skoðað sem eins konar verðskulduð hvíld frá formannsstörfum, en til þeirra þurfti dugnað og árvekni auk ábyrgðar, svo enginn hvíldi sig á þeim. Þessir menn, sem þráfaldlega höfðu þurft á því að halda að taka duglega í árina tóku sér nú gott næði til að gutla sem letilegast á milli skips og lands í logninu. Sá róður hét bringingarróður; það var makindalegasti róður sem menn vissu af og var til hans jafnað þegar skussa- lega þótti haldið á árinni....“ Farið á „skak“ meðan beðið var eftir farminum „Þegar búið var að skipa farminum í land og lestarnar tæmdar var þar með lokið fyrsta liðnum í áætlun Svansins það sumarið. Hann var sendur alla leið sunnan úr kóngsins Kaupmannahöfn til þess að birgja Ólafsvíkurkaupstað af nauðsynjavör- um og til þeirra taldist kaffi, tóbak og brennivín, sem venjulega entist fullt eins lengi fram eftir vetrinum og mat- vörurnar. Það mátti líka drýgja brennivínið svo að það entist betur og það heyrðist stundum að dauft væri það orðið hjá þeim núna, það væri ekkert meiri hressing í brennivínspel- anum en að fá sér almennilega í nefíð. Annað meginatriðið í áætlun Svansins var að taka íslensku vörurn- ar og koma þeim til Hafnar. En þær vörur voru ekki tilbúnar fyrr en að haustinu, en eftir þeim varð skipið að bíða. En til þess að hafa eitthvað fyrir stafni yfir sumarið og um leið að vinna fyrir sér að einhverju leyti var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.