Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 81
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
81
um, en öðrum var komið fyrir frammi
í hjá skipverjum. Nú má minnast þess
að húsakynni manna í landi voru í þá
daga ekkert lík því sem þau eru nú
orðin, oft ekki mikið rýmri en í Svan-
inum og síst íburðarmeiri. I skipinu
var þó allt málað og gluggaumgjörð
og hurðarhúnar úr kopar og alltaf
gljáfægt og pússað. Farþegum flest-
um hefur því þótt vistarverurnar full-
góðar um borð. En fátt hefur verið til
dægrastyttingar ofan þilja, þegar vont
var veður. Og ekki er víst að skipin
sem sigldu á aðrar hafnir landsins hafi
boðið upp á meiri makindi en Svanur-
inn. Það var líka algengt að menn
yrðu af ferðast í fjarlæga landsfjórð-
unga til þess að komast í skip. Öld
„þægindanna" var þá ekki upp runnin.
— eða ætli menn hafi ekki þóst njóta
allra hugsanlegra þæginda þegar þeir
voru komnir út í þessa fljótandi kast-
ala eins og Svaninn og hans líka — ef
nokkrir voru.“
„Aldrei bar göfugri gest að
Iandi“
„Aldrei bar göfugri gest að landi í
Ólafsvík en Svaninn. Honum tókst
vel “landtakan“ og stóð heill og tígu-
legur í fjörunni. Allir skipsmenn
komust heilir á land og fram að þessu
höfðu aldrei hlotist meiðsli eða mann-
skaði af þegar skipin strönduðu. Eng-
um kom til hugar að honum yrði kom-
ið á flot aftur. Hans hlutverki var lok-
ið hvað sem honum varð að aldurtila,
hvort það var heldur norðangarrinn
eða elli eða eðlileg hrörnun. Getur
verið að hann hafi þótt eiga hvíldina
skilið og viljandi verið hlíft við ferða-
volkinu framvegis. Þó Svanurinn væri
kominn til ára sinna var það enginn
hægðarleikur að veita honum hina
síðustu þjónustu: að reita af honum
segl og reiða, fella möstur, flá utan af
honum koparhúðina, sundra skrokkn-
um og ganga svo frá öllu að ekkert
væri eftir nema sléttur sandurinn —
tilbúinn að taka á móti næsta skipi!“
Vandað hefur verið til
smíðarinnar
„Svanurinn var ákaflega mikið
eirseymdur og ég man eftir stórum
hrúgum af eirnöglum sem söfnuðust
fyrir eftir því sem skrokkurinn var rif-
inn. Eg er viss um að sumir naglarnir
hafa verið álnarlangir og um það var
talað að erfitt væri að draga þá út úr
eikarplönkunum og þéttsettum eikar-
böndum. En hvernig í ósköpunum
Ólsararnir fengu unnið það stórvirki
að pilla skipið í smáparta, ögn fyrir
ögn, hafandi ekkert í höndunum ann-
að- en járnkarlinn og sleggjuna —
það er lítt skiljanlegt nú á vélanna og
tækninnar tímum. En allt var þetta
gert og innan skamms sáust þess lítil
merki að hinn víðfrægi Svanur,
kóngshöndlunarskipið og árlegur
aufúsugestur í meira en hundrað ár,
hefði nokkru sinni til Ólafsvíkur kom-
ið. Að síðustu var svo haldið
stranduppboð á reytunum og ögnun-
um dreift eins og særoki um plássið
og nálægar sveitir. Ekki man ég eftir
því að sýslumaður væri þar viðstadd-
ur.... Svanurinn var kominn veg allrar
veraldar og lifði í þakklátri endur-
minningu þeirrar kynslóðar sem notið
hafði aðdráttar hans. Og víst var um
það að Svansins var saknað og sökn-
uðurinn og sorgin var engin uppgerð,
enda var missirinn mikill og þar áttu
Ólsarar á bak að sjá tryggum vini og
hjálparhellu í meir en hundrað ár.“
Stórkostlegur leikvangur!
„En við unglingarnir vorum enn
ókunnugir alvöru lífsins og sáum á
hinn bóginn að þar hafði borist upp í
fangið á okkur svo tilvalinn, dásam-
legur og stórkostlegur leikvangur að
það var ekki furða þótt einhverju yrði
að fórna til þess að slíkt gæti skeð.
Það var skiljanlegt að fullorðna fólk-
inu þætti mikið fyrir, en hin uppvax-
andi kynslóð var ánægð og lifði sínar
skemmtilegustu stundir þann stutta
tíma sem Svanurinn lá í sandinum
óskemmdur af manna völdum. Tvö
himingnæfandi siglutré með tilheyr-
andi rám og reiða, og bugspjótið með
öllum sínum köðlum og strengjum —
það var himnaríkis sæluvist að klifra
og byltast í ærslum og loftköstum um
alla þá heima, jafnt í forboði, sem al-
gengast var, og með sjálfteknu leyfi í
trássi við bann og skipanir, enda vant-
aði framkvæmdavaldið, eins og
stundum ber við. Ekki man ég hve
lengi við vorum í þeirri paradís, en
eftir nokkrar vikur voru möstrin fall-
in, reiði slitinn og kubbaður, viðir
klofnir og sundraðir, allt eyðilagt og
borið í hrúgur upp á kamp og beið þar
eftir uppboði og því næst tvístrun og
loks gleymsku..."
Hér látum við frásögninni af Ólafs-
víkur-Svaninum lokið en ekki munu
mörg skip merkari hafa siglt hingað
til lands.
Sendum öLlum sjómönnum árnaðaróskír
á fiátídisdcgi þeirra
Sjómannasamband Islands
Borgartúni 18,105 Reykjavík