Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 4
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Avarp Á næsta ári fagnar Sjómannadagurinn 60 ára afmæli sínu og þótt afmælisárið sé enn ekki upp runnið má segja að þegar sé byrjað að fagna því með margvíslegu móti, eins og glögglega kemur fram í þessu 59. tölublaði Sjómannadagsblaðsins: Stórfenglegasta framtakið er vissulega vígsla og blessun hinnar glæstu sundlaugar og endurhæfingarstöðvar við Hrafnistu í Reykjavík, sem vígð var hinn 5. mars sl. og rækilega er sagt frá hér. En fleira hefur verið afrekað: Með minningaröldum Sjó- mannadagsins sem nú hafa risið við Fossvogskapellu er bætt úr viðkvæmum vanda — að finna stað þar sem ættingar sjómanna og annarra sæfarenda sem farist hafa og ekki komist í vígða mold geta minnst sinna nánustu. Hörmuleg og svo allt of mörg sjóslys sem orðið hafa frá því er blaðið kom síðast út undirstrika vel hve brýnt það var að veita þeim sem hlut eiga að máli færi á að eignast helgireit á borð við minningaröldumar. Sjómannasamtökin votta þeim sem um sárt eiga að binda eftir nýliðinn vetur hjartanlega samúð og döpur í huga lesum við þann langa lista sem árleg upptaling okkar á þeim sem farist hafa á sjónum er að þessu sinni. Þá er það einnig í tilefni af komandi 60 ára afmæli Sjómannadagsins að á sjó- mannadaginn mun höfuðborgin loks eignast styttu sem reist er til vegs og virðing- ar reykvískum sjómönnum og sjósókn. Má segja að mál hafi verið til komið, því flestar stærri útgerðarstöðvar hafa þegar reist sjómönnum sínum styttur eða minn- ismerki. Gott er til þess að vita að styttunni hefur verið kosinn staður á einum fegusta stað borgarinnar — á miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Um þetta blað er það annars að segja að enn er haldið við þá stefnu að fá gamla sægarpa til þess að rifja upp sitthvað frá ferli sínum og forða því þannig frá gleym- sku, auk þess sem merkilegt efni úr siglingasögu þjóðarinnar er hér að finna, þar sem samþættast frásagnir af skipum og mönnum liðins tíma. Ekki skal hér fleira um efni blaðsins rætt, en von okkar er sú að menn muni finna þar sitthvað sem áhuga- vert og forvitnilegt muni þykja. Að þessum orðum skrifuðum leyfir blaðið sér fyrir hönd Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði að óska öllum íslenskum sjómönnum til hamingju með daginn og fengsældar og farsældar á komandi tímum. Atli Magnússon Fulltrúaráð Sjómannadagsins 1997 í Reykjavík og Hafnarfirði Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári: Matsveinafélag íslands: Sigurður Óskarsson Þórhallur Hálfdánarson Þorbjörn Pétursson Guðmundur Ibsen Ingvi Einarsson Einar Jóhannesson Vélstjórafélag íslands: Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir: Félag Bryta: Jón Guðmundsson Sigurjón Stefánsson Rafti Sigurðsson Sveinn A Sigurðsson Daníel G. Guðmundsson Sigurður Hjálmarsson Kári Halldórsson Asgeir Guðnason Skipstjórafélag íslands: Sigurður Steinar Ketilsson Stjórn Sjómannadagsins 1997: Fonnaður: Guðmundur Hallvarðsson Sjómannafélag Reykjavíkur: Guðmundur Hallvarðsson Kristján Sveinsson Varaformaður: Guðmundur Ibsen Ritari: Hálfdán Henrýsson Erling R. Guðmundsson Félag íslenskra loftskeytamanna: Gjaldkeri: Þórhallur Hálfdánarson Skjöldur Þorgrímsson Ólafur K. Bjömsson Varagjaldkeri: Dam'el Guðmundsson Jónas Garðarsson Birgir H. Björgvinsson Reynir Bjömsson Varamenn í stjórn: Hörður Þórhallsson Stýrimannafélag Islands: Hálfdán Henrýsson Guðlaugur Gíslason Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Eysteinn Guðlaugsson Óskar Vigfússon Eysteinn Guðlaugsson Olafur K. Bjömsson Sjómannadagsblaðið kemur út á Sjómannadaginn ár hvert og er sent í pósti til áskrifenda. Áskrift í síma 5538465 Verð kr. 600.00- ÚTGEFANDI: Sjómannadagsráð Hrafnistu DAS Laugarási, 104 Reykjavík RITSTJÓRAR: Atli Magnússon Garðar Þorsteinsson ábm. RITNEFND: Ólafur K. Björnsson Vilmundur Víðir Sigurðsson Sigurður Þ. Arnason PRENTVINNSLA: Prentsmiðjan Grafík hf. UÓSMYND Á KÁPU: Halldór Guðmundsson, arkitekt, - höfundur Minnisvarðans um Óþekkta sjómanninn og Minningaralda Sjómannadagsins. AUGLÝSINGAR: Jón Kr. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.