Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 20
20
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Hug starfsfólks til hinna öldruðu er best lýst með orðunum: “Lifðu í reisn til
hinstu stundar,“ sagði formaður Sjómannadagsráðs.(Ljósm. Sjómdbl. Björn
Pálsson)
kórinn skal þess getið að hann hefur
starfað óslitið frá stofnun 1986, félag-
ar eru um fjörutíu talsins og er meðal-
aldur nú 77 ár.
„Ef Drottinn byggir
ekki húsið...“
Að söng kórsins loknum var kom-
ið að þeirri miklu hátíðarstund að séra
Árni Bergur Sigurbjörnsson blessaði
hina nýju endurhæfingarstöð. Lagði
hann út af orðunum: „Ef Drottinn
byggir ekki húsið erfiða smiðimir til
ónýtis, ef Drottinn verndar ekki borg-
ina vakir vörðurinn til ónýtis, engill
Drottins setur vörð í kringum þá er
óttast hann og frelsar þá, finnið og
sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá
maður sem leitar hælis hjá honum,
náðugur og miskunnsamur er Drott-
inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.
Drottinn er öllum góður og miskunn
hans er yfir öllu sem hann skapar,
dýrð sé Guði föður, syni og heilögum
anda, svo sem var í upphafi, er og
verður.“ Þá lýsti séra Árni Bergur
blessun Guðs yfir hinu nýja húsi og
þeirri starfsemi sem ætlað er að þar
fari fram. Að lokum leiddi hann og
Söngfélag eldri borgara viðstadda í
sálminum „Son Guðs ertu með
sanni.“
F ramkvæmdasagan
Að þessari helgistund lokinni tók
til máls formaður Sjómannadagsráðs
og mælti á þessa leið:
„Heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, borgarstjóri, góðir gestir.
Fyrir 45 árum í nóvember 1952 var
fyrsta skóflustungan tekin vegna
byggingaframkvæmda hér við Hrafn-
istu í Reykjavík og fyrir 40 árum, á
Sjómannadaginn 1957, er heimilið
Sem sjá má var fjölmenni mikið við athöfnina. (Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson).