Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 93

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 93
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93 Kveðja frá Sjómannadagsráði Af einstakri natni og virðingu fyrir fortíðinni framkvæmdi Jósafat það sem stjómvöldum liðinna ára- tuga þótti um of í lagt. “Vagga” ís- lenskrar togaraútgerðar eru Hafnar- fjörður og Reykjavík sem fyrst og fremst urðu blómlegar byggðir vegna sjósóknar og fiskvinnslu. En fortíð höfuðborgarinnar var að falla í gleymskunnar dá, vegna algjörs áhugaleysis hvað snerti varðveislu eldri muna sem tengdust sjósókn og fiskvinnslu, enda mikið af munum tilheyrandi þeirri atvinnugrein glat- að. En þökk sé Jósafat Hinrikssyni fyrir hans framlag til varðveislu sjóminja- og smiðjumuna. Þar vann einstaklingur stórvirki sem átt hefði að vera opinberra aðila að fram- kvæma. Laugardaginn fyrir Sjómanna- dag 1994, mættu allir fulltrúar í Sjómannadagsráði í safnhúsi Jósafats og áttu með honum og fjöl- skyldu hans góða morgunstund, en þar fór einnig fram afhending ále- traðs veggskjaldar hvar líta má sér- stakar þakkir til hans fyrir einstætt starf að gæslu sjóminja- og smiðju- muna. Daginn eftir, á sjálfan Sjó- mannadaginn 1994,- var Jósafat sæmdur heiðursmerki Sjómanna- dagsins fyrir þetta starf. A umliðn- um Sjómannadögum hafði Jósafat og haft safnið opið og frían aðgang þar að, sem var orðið einn af föst- um liðum í hátíðarhöldum dagsins. Ég vil fyrir hönd Sjómannadags- ráðs þakka Jósafat Hinrikssyni gott samstarf og ítreka þakkir okkar til hans fyrir óeigingjarnt og einstakt starf að minningu liðinna atvinnu- hátta á sjó og því er sjósókn tengist. Ástvinum hans votta ég einlæga samúð mína. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. MINNING Magnús I. S. Guðmundsson Fæddur 23. ágúst 1909 — Dáinn 17.11. 1996 Látinn er góður vinur minn, Magnús Guð- mundsson matsveinn og fyrrum bryti mötuneytis Hrafnistu í Reykjavík, 87 ára að aldri. Árið 1971 lágu leiðir okkar Magnúsar saman. Ég hafði tekið að mér fram- kvæmd Sjómannadags- ins í Reykjavík, en hann var þá starfandi bryti á Hrafnistu. Eldlegur áhugi hans á félagsmál- um og pólitík vakti athygli mína á manninum og síðar got't samstarf í hópi sjálfboðaliða við uppbyggingu bamaheimilis Sjómannadagsins að Hraunkoti í Grímsnesi, þar sem oft gafst tími til fjörugra umræðna um lífið og tilveruna og nálgun við innri mann. Magnús var ungur að árum þegar hann fór að vinna fyrir sér og fjórtán ára hófst hans sjómannsferill sem háseta á togara, en á togurum starf- aði hann samfellt í rúm 30 ár, lengst af sem matsveinn. Hann var einn af stofnendum sérdeildar matsveina á fiskiskipum innan Sambands mat- reiðslu- og framreiðslumanna þar sem hann gegndi formennsku. Mat- sveinar á fiskiskipum með Magnús í fararbroddi stuðluðu að stofnun Sjó- mannasambands íslands 1957 og þar sat hann í stjórn um nokkurra ára skeið og á því ári hóf hann störf sem bryti á Hrafnistu í Reykjavík. Hann sat í mörg ár í Sjómanna- dagsráði, í skólanefnd Matsveina- og veitinga- þjónaskólans, á fjöl- mörgum þingum Al- þýðusambandsins, Sjó- mannasambandsins og Slysavarnafélags Is- lands. Árið 1983 lét Magnús af störfum eftir 26 ára starf hvar hans spor mörkuðu leiðir til framfara Hrafn- istuheimilanna á miklum breytinga- tímum. Þökk sé honum og hans eft- irlifandi eiginkonu, Önnu Elíasdótt- ur, fyrir áratuga sjálfboðaliðastarf á skemmti- og spilakvöldum fyrir þá öldruðu sem á Hrafnistuheimilunum hafa búið. Mikið var af sér gefið til ómældrar ánægju fyrir þá öldruðu er í ríkum mæli nutu. Við kveðjum góðan stuðnings- mann Sjómannasamtakanna, þökk- um samfylgdina og vottum ástvinum Magnúsar Guðmundssonar okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Sjómannasamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðmundur Hallvarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.