Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 40
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Við hliðina á mynd afHval 8 — síðasta hvalveiðiskipinu sem Kristján var með. (Ljósm. Sjómdbl. AM) undir kvöld — og hafði þá ekki smakkað vott né þurrt. En þetta, stælti menn og styrkti. Þá fékk maður sterka fætur þegar farið var á fjöll eftir tófu eða rjúpu. Landnótaveiðarnar Þegar frá leið fór ég að fara að heiman á srld á sumrum, eða frá sumrinu 1932. Það voru dásamlegir tímar. En ekki má ég gleyma að segja þér frá smásíldarveiðunum í Djúpinu sem trðkast höfðu svo lengi sem elstu menn mundu. Síldin veiddist á öllum fjörðunum þama. Þetta var svonefnd landnótaveiði og þeir áttu báðir nætur Guðmundur heitinn Hjaltason í Súða- vík og Ásgeir Ingimar. Einnig Jón Jakobsson á Eyri. Þessar veiðar voru mest stundaðar á vorin. Landnótin var um hundrað faðmar og sfldina fundu menn með því að róa út á lítilli skek- tu og sökkva blýlóði á streng í sjóinn og þegar strengurinn tók að titra mátti búast við að síld væri undir. Sumir voru svo glöggir við þetta að þeir gátu sagt til um tunnufjöldann. Þegar lóðið gaf vísbendingu um að síld væri und- ir var gefið merki. Við veiðarnar voru notaðir tveir bátar — vélbátur og bát- urinn sem nótin var í. Hann var bund- inn utan á síðuna á vélbátnum. Enda með dreka var kastað í land frá nóta- bátnum og síðan siglt þangað sem sfldin var undir. Þar með var byrjað að kasta og rann nótin út um rennu á skut nótabátsins sem vélbáturinn sigl- di með á síðunni í kringum torfuna. Þá var haldið með hinn endann á nót- inni eins nærri landi og menn komust og byrjað að draga nótina saman. Það var gert á þann hátt að um borð í nóta- bátnum var handspil sem menn undu nótina upp á eins og hægt var eða uns brjóstið á nótinni var komið sem allra næst landinu. Að þessu búnu kom til sögunnar svokölluð standnót sem lögð var innan í ytri nótina sem að því búnu var dregin utan af standnótinni. Þá „festu menn út“ eins og það var kallað, það er að endi var bundinn í homið á standnótinni og á þessum enda voru drekar svo straumurinn bæri endann ekki með sér. Nú var komið að því að taka síldina og var þá gripið til þriðju nótarinnar, sem var svonefnd úrkastsnót, sem látin var innan í standnótina. Ur úrkastsnótinni var sfldin svo háfuð með handháfum með löngu skafti upp í bát sem síðan flutti hana á milli verstöðvanna þar sem hún var seld sem beita. Líka kom fyrir að bátar komu til okkar upp að lásunum og tóku síld beint um borð. Ekki síst voru það norskir línuveiðar- ar, en fréttin um sfldveiði var fljót að fljúga og þá varð uppi fótur og fit. Stundum var veiðin um tvö hundruð tunnur. Við sigldum með sfldina fyrst til Súðavíkur, þá til Isafjarðar og loks til Bolungarvíkur og vomm venjulega tveir á. Oft urðu þetta margar ferðir og þá var lítið um svefn. Sfldin var seld í skeffutali, sem kallað var, en það var lítill eikardallur sem tók eina skeffu. Sjö skeffur fóru í hverja tunnu. Mig minnir að skeffan hafi verið seld á eina krónu og fimmtíu aura. Stórhvelisveiðar „Ég flutti ekki úr Súðavík að fullu fyrr en ég hafði gift mig, en ég gifti mig árið 1960. Ég var þó byrjaður að búa í Reykjavík árið 1959. En tíu árum áður, eða 1949, var ég byrjaður á hvalveiðibátunum hér syðra. Það var önnur hvalvertíðin sem Islending- ar stóðu að. Fyrstu vertíðina mína á hvalabátunum voru allir yfirmennim- ir norskir. Ég byrjaði á Hval 1 og þar var skipstjórinn Kristján Engeli. Hann var búinn að vera á hvalveiðum í 30 ár og mjög lengi í hafísnum við Suð- urskautið. Hann sagðist vera búinn að skjóta yfir fimm þúsund hvali. Norð- mennirnir voru nokkuð stífir og borð- uðu ekki í sama matsal og við íslend- ingar, en við vorum í miklum minni- hluta. Smám saman hurfu þó Norð- mennirnir og íslendingar tóku við. Mig minnir mig að við höfum fengið áttatíu hvali þessa fyrstu vertíð mína. Fyrstu tvær vertíðirnar, 1949 og 1950 var ég háseti. En á vertíðinni 1951 var ég gerður að skyttu á Hval 4. Ég hætti þó frekar snemma á þessari vertíð, vegna þess að ég fór í Stýrimanna- skólann um haustið og kláraði „fiski- manninn“ 1952. Eftir að ég hafði lok- ið Stýrimannaskólaprófinu varð ég bæði stýrimaður og skytta á Hval 4 og eftir að ég varð skipstjóri á sama skipi árið 1957 var ég bæði skipstjóri og skytta. Það var ég til ársins 1965 þeg- ar ég hætti og fór í land. Þá hafði ég í fjögur ár verið með Hval-8 sem kom nýr til landsins 1962. Hrafnreyðurin fallegasti hvalurinn Já, mér þótti vænt um hvalinn og bar virðingu fyrir honum. Hrafnreyð- urin fannst mér alltaf fallegasti hval- urinn. Yfirleitt er hvalurinn gæf skep-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.