Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 102
102
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
hér enn ef hann kunningi minn verður
ekki búinn að ná í mig — og þá get-
um við spjallað svolítið lengur.
Hann lokaði skápnum, skorðaði
flöskuna af og brá sér í úlpu. Rokið
skall á honum um leið og hann var
kominn út fyrir dyrnar. Hann leit upp
í bæinn — allt var dimmt, sums stað-
ar mataði í grátt. Ljósin uppi í bænum
sýndust á stöðugu iði eins og þau
spegluðust í ókyrru vatni. Uti á höfn-
inni sá hann ljós á smábáti sem stefn-
di út og hann furðaði sig á hvaða er-
indi menn ættu á sjó í svona veðri.
Hann ákvað að fara upp á kaffistofuna
sem blasti við ofan bryggjunnar og
hringja þaðan á sjúkrahúsið. Hann
þreifaði í vösunum eftir peningum, en
fann ekki nema eldspýtustokk og bil-
aða kúlulegu, sem hann hafði vafið
inn í tvíblöðung með guðsorði sem
sjómannatrúboð dreifði í báta: „Vertu
óhræddur, Jósef!“ Til allarar ham-
ingju dró hann þúsundkrónaseðil upp
úr síðasta vasanum sem hann leitaði í.
Hann stóð úti á þilfarinu og létti á
sér í sjóinn, reyndi að láta bununa
hæfa tóma olíutunnu sem rak fram
með bátnum en tókst ekki því það var
straumur og hana rak hratt hjá. Hann
hafði ekkert úr, en uppi í bænum var
búið að gangsetja háværa vél svo það
hlaut að vera kominn morgun... Þegar
hann leit til hægri sá hann hvar þetta
erlenda flutningaskip gnæfði yfir bát-
inn — Pacific Blossom — Monrovia,
stóð letrað hvítum stöfum á dökk-
rauðan skutinn. Tveir menn í þykkum
úlpum með skinnbryddingu framan á
hettunni stóðu við lunninguna og
sýndust vera að virða bátinn fyrir sér.
Þrátt fyrir dimmuna sá hann ekki bet-
ur en að þeir væru svertingjar.
Á kaffistofunni Hafnarskálanum
fékk hann nýtt kakó sem sprautaðist
úr rauðgljáandi vél með þrumandi
gný. Það var af því gúmmíbragð, en
samt var gott að fá eitthvað heitt og
með hverjum sopa var eins og hann
fyndi meira af sínu eiginlega sjálfi.
Hér hafði verið opnað útvarp og það
færðist yfir hann værð svo honum
fannst hann geta sofnað aftur við klið-
inn í því. Þeir sögðu fréttir af olíu-
skipi sem stóð í björtu báli á Miðjarð-
arhafi og unglingi í Alabama sem átti
að hengja eftir þrjá klukkutíma. Hann
myrti gamalmenni með hamri. Sam-
tök andstæðinga dauðarefsinga höfðu
efnt til mótmæla... Osjálfrátt skimaði
hann eftir klukku á veggnum en hér
var engin klukka. Þess í stað sá hann
gullmálaðan greniköngul fyrir ofan
höfuðið á afgreiðslumanninum. Það
voru að koma jól, já, rétt var það og
þama var líka mynd af rjóðri telpu
með jólasveinahúfu að súpa á
ölflösku. Myndin af telpunni minnti
hann á telpu sem hann þekkti, nei
faðmlag, heitt eins og kakóið, enn
heitara því gamlan yl þess náði að
leggja um brjóstið og fram í sára fing-
urnar, enn sárari eftir gönguna í kuld-
anum neðan frá bryggjunum. Hún sat
í fangi honum og hann var að segja
henni sögu af fugli sem kom um borð
lengst úti á sjó. Sá var nú skrýtinn, sat
á hnénu á honum og drakk vatn úr
könnu. Hvað svo? Það var ekkert
meira, hann hresstist og flaug burt eft-
ir fáeina daga. En hann var með gult
höfuð og mjög einkennilegt nef...
Hann fór um mitt sumar. Þær voru að
þvo og telpan horfði á eftir honum úr
þvottahúsglugganum sem var þakinn
móðu. Hún hafði gert blett með lófan-
um og hann mundi grátt andlitið og
vatnslit augun sem skulfu eins og
hlaup bak við flóð bleytunnar á gler-
inu. Hann fann að hann hefði átt að
reyna að muna fleiri sögur. En það
varð aldrei nema þessi þarna um fugl-
inn og sjálfur hvarf hann burtu eins og
þessi fugl, vegvilltur gestur sem
kvaddi eftir að hafa kastað mæðinni.
Við borðið við hliðina á honum sat
maður og var eini gesturinn hér auk
hans. Hann var klæddur þykkum,
hnésíðum frakka með tveimur trosn-
uðum gullborðum á ermunum —
greinilega einhver yfirmaður af þessu
erlenda skipi. Hann virti hann ósjálf-
rátt fyrir sér meðan hann hringdi á
sjúkrahúsið og beið drykklanga stund
eftir að einhver aðili fyndist sem svar-
að gæti erindi hans. Maðurinn þarna
við borðið virtist hafa kynnst ýmsu
um dagana, meðal annars virtist hann
hafa nefbrotnað í það minnsta tvíveg-
is. Hendurnar voru dökkar og úlnlið-
irnir sverir og það var einbeitni í smá-
um, dökkbláum augunum sem störðu
niður í kaffikönnuna fyrir framan
hann. Hann hélt á logandi sígarettu og
öðru hvoru dró hann að sér reykinn
með djúpum sogum. Loks kom hjúkr-
unarkona í símann. Hún spurði fá-
einna spurninga um Jóhannes og lof-
aði síðan að sjúkrabifreið kæmi og
sækti hann klukkan ellefu.
Hann spurði veitingamanninn hvað
klukkan væri og þar sem hún var að-
eins hálf tíu og ákvað hann af fá sér
aðra krukku af kakaóinu sem bragð-
aðist eins og gúmmí. Hann var á leið
með það að borðinu þegar maðurinn í
frakkanum brosti skyndilega til hans
og gerði honum bendingu um að setj-
ast hjá sér. Honum fannst ástæðulaust
og næstum dónalegt og neita og hann
settist. Þetta virtist ekki óviðkunnan-
legur maður, mjög þrekinn um bol og
herðar, sennilega um sextugsaldur.
Hann reyndist vera finnskur. Þeir tóku
upp slitróttar samræður á ensku sem
hvorugur talaði vel, en Finninn þó
betur.
„Bad weather, “ sagði sá finnski.
„Icelandic weather, “ svaraði hann
og fann að þetta var aðeins einn þeir-
ra orðaleppa sem landinn grípur svo
oft til þegar hann hittir útlendinga.
„1 have seen it worse — Indian
Ocean for instance. “
Samræðurnar gengu hægt en þeim
tókst þó að ná megininntakinu í því
sem hvor um sig sagði. Hann komst
að því að maðurinn var stýrimaður og
að flutningaskipið var að koma frá
Portúgal og færi þangað að nýju þeg-
ar það héldi frá íslandi. Hvað þá tæki
við hafi Finninn ekki hugmynd um.
Hann hafði verið í siglingum í mörg
ár og í þrjú ár á þessu skipi. Hann bjó
í Kotka en hafði ekki komið heim til
sín í tvö ár. Samt sagðist hann eiga
konu og böm og sem til staðfestingar
rak hann upp sveran baugfingur hægri
handar og sýndi honum giftingarhring
sem var eins og gróinn inn í holdið og
næðist örugglega ekki af nema með
járnsög. Þegar Maríus spurði hvort
konunni leiddist ekki biðin svaraði
hann engu, en fitlaði hugsandi við
hvíta einkennishúfu með gullborðum
sem voru jafnsnjáðir og borðarnir á
ermunum. Annars hafði hann lengst
af orðið, enda virtist hann langa til að
tala. Maríus var ekki viss um nema
hann fyndi dálítinn áfengisþef af hon-
um. Hann talaði um lífið á sjónum og
ræddi af lítilvirðingu um skipsfélaga
sína — „ them coloured guys. “ Hann
sagði að þeir væm latir, svikulir og til