Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 71
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71 ur. Hafði enda viljað svo óheppilega til í þessum róðri að talstöðin var í ólagi, en ég hafði verið svo bráðlátur að komast út á bátnum að ég vildi ekki bíða eftir viðgerð. Gátum við því ekkert látið til okkar heyra. Búið var að skipuleggja leit og tók togarinn Max Pamperton þátt í henni, en hann fórst fáeinum dögum síðar og öll áhöfn þar.“ Gerðum okkur ekki grein fyrir hættunni „Þegar litið er aftur til þessara ára þá held ég að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því hve mikil hætta var þama á ferðum fyrir þessa báta. Hvað tundurduflin varðar og þessar veiðar okkar þar, þá man ég að það var hald- inn fundur á ísafirði til þess að fá okk- ur til þess að hætta veiðum á þessum svæðum, og ég held að það hafi dreg- ið úr þessu eftir það. En það veiddist vel þarna og ég fékk þama marga, góða róðra. Eftir þennan fund fór Hrólfur á Dagstjömunni dag eftir dag í kantinn á Djúpálnum að austanverðu og rótfiskaði, en við töldum þann stað vera nokkuð fyrir vestan tundurdufl- in. Við höfðum eins og ég sagði eng- in kort af þessu og urðum því að geta okkur til um hvar duflin lægju. Eg gat um það áður hve erfitt það var fyrir okkur að missa þessi svæði. Bæði var mikið styttra að róa þama en að vestanverðu við Djúpálinn. Þangað var róið 30-35 mflur undan Deildar- horni og komið út undir Hala. En á þessi svæði var ekki nema 20 mflna róður og oft rokfiskirí. Já, þeir voru margir viðurkenndir sjómenn, formennirnir á Vestfjörðum á þessum árum og undirmennirnir líka. Þetta voru eftirsóttir sjósóknarar, enda voru menn aldir upp við mikið meira harðræði þá en nú gerist. Tæk- in voru líka mikið lakari þá en nú og oft helst að reiða sig á hyggjuvitið. Kompásinn var oft lélegur og ekki alltaf réttur, svo og loggið. Nú hafa menn fullkomnustu fiskileitartæki og siglingatæki. Stundum held ég að menn treysti þessari tækni um of.“ Til Akraness Pálmi Sveinsson og kona hans Matthildur Árnadóttir fluttu að vestan til Akraness árið 1946. Þar tók Pálmi við mótorbátnum Ver, sem var í eigu Haraldar Böðvarssonar. Var hann með þann bát í eina vertíð og veiddi vel. Árið 1948 sótti Pálmi vélbátinn Fram til Svíþjóðar og var formaður á hon- um í fimm ár eða til 1952. Þá hætti hann sjómennsku, enda fæturnir farn- ir að gefa sig, eins og marga skip- stjóra hendir eftir langar stöður í brúnni. Starfaði Pálmi lengi við bygginga- vörudeild kaupfélagsins og sá um varahluti á bifreiðaverkstæði Esso. Hjá Sementsverksmiðju ríkisins var hann svo í sjö ár. Síðustu árin ráku þau Matthildur kona hans eigin harð- fiskverkun, en Matthildur lifir mann sinn. Hún er Vestfirðingur í báðar ætt- ir eins og Pálmi var, fædd í Bolungar- vík 1929. Pálmi taldist sannarlega til þeirra viðurkenndu sjósóknara sem svo mjög bar á meðal formanna á Vest- fjörðum á þeim árum sem hér hefur verið fjallað um og áður er minnst á. Vonandi eru lesendur sammála undir- rituðum um að frásögn sem sú er hér fór á undan eigi skilið að varðveitast um ókomin ár sem enn einn vottur um harðfengi íslenskrar sjómannastéttar á hættutímum. AM Sigurður Jónsson , sonur Jóns Vigfússonar (lengst til vinstri) ásamt œttingum við afhjúpun minnisvarðans á Ofanleitishamri. (Ljósm. Sigurgeir Jónasson) Minnisvarðar um ótrúleg björgunarafrek afhjúpaðir í Eyjum Að morgni Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum 1996 voru af- hjúpaðir tveir minnisvarðar um ótrú- leg björgunarafrek tveggja Vest- mannaeyinga, Jóns Vigfússonar og Guðlaugs Friðþórssonar. Annar minn- isvarðinn er staðsettur á Ofanleitis- hamri en hinn er á Haugasvæðinu austan við Eldfell en menningarmála- nefnd Vestmannaeyjabæjar átti veg og vanda af því að minnisvarðarnir voru gerðir og settir upp. Jón Vigfússon vann afrek sitt fyrir 68 árum er hann kleif þverhníptan Of- anleitishamar er Sigríður VE-240 sem hann var vélstjóri á strandaði við Hamarinn 13. febrúar 1928 í kafalds- byl og frosti. Með afreki sínu fékk Jón náð til byggða og bjargað öllum skipsfélögum sínum sem létu fyrir- berast á klettasyllu. Varðinn á Haugasvæðinu er reistur í minningu afreks Guðlaugs Friðþórs- sonar, sem kom gangandi yfir úfið hraunið eftir að hafa synt fimm kfló- metra til lands, þegar Hellisey VE sökk fyrir 12 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.