Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 38
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Norsku yfirmennirnir sem Kristján var með fyrstu ver- tíðarnar. Kristján Engelí skipstjóri og skytta situr fyrir aftan með alpahúfu á höfðinu. Til hægri er Jörgen Boss fyrsti stýrimaður og til vinstri er Nilsen vélstjóri. Erfið byrjun Byssan var nú sett niður í bátinn, en ekki gekk fyrsta ferðin vel því pallur- inn eða stólpinn sem byssan var fest á gaf sig og sló byssan pabba svo illa að hann féll aftur yfir sig. Svo voru undir- stöðurnar treystar og eftir það gekk allt vel. Eg man vel eftir því þegar fyrsta hrefnan á íslandi var dregin upp í vörina við Tröð seint í október 1914. Hann hafði hitt þessa hrefnu á Hestfirði. Eg var þá aðeins fimm ára og gleymi því aldrei þegar Magga litla kom í ljós við Kambsnesið og var með eitthvað torkennilegt utan á borðstokknum. í vör Asgeirs Ingimars í Tröð var hrefnan svo skorin. Kjötið var selt á ísafirði og í Bolungarvík og inn Stœrsti hvalurinn skorinn. Veiðimaðurinn stendur við hliðina á risaskepnunni og fylgist með verkinu. um allt Djúp og þetta var ekki lítil bú- bót, því nýtt kjöt sást annars varla nema í sláturtíðinni. Verðið var ákaf- lega lágt, 12 aurar pundið af kjötinu, minnir mig, en um 15 aurar af reng- inu. Já, þetta var mikil matbjörg. Veiðarnar stundaði pabbi aðeins um sumartímann, byrjaði í maí og var að fram í október. Meðalsumarveiðin var þetta sjö-átta hrefnur en mest man ég eftir að hann fékk fjórtán eitt sum- arið. Helst veiddust hrefnurnar innar- lega í Djúpinu, því þar héldu þær sig mest að sumrinu og þá oft inni á fjörðunum, svo sem inni á ísafirði, Mjóafirði, Hestfirði og Skötufirði. Þetta voru talsverðar útilegur hjá pabba og oft var hann úti í heila viku. Fengi hann hrefnu mjög innarlega þá skar hann hana þar og fór svo í sölu- leiðangur um Djúpið. Hann hafði jafnan skektu aftan í Möggu, reri á henni í land og kom þannig við á flestum bæjum.” Skaut fyrstu hrefnuna 1950 Arið 1918, þegar ég var níu ára, fór ég í fyrsta hrefnuleiðangurinn með pabba. Við fengum hrefnu innst inni á Isafirði og við skárum hana á Arn- gerðareyrinni. Þetta var gífurlega stór hrefna, með þeim allra stærstu. Jú, það voru talsverð átök við þessa hrefnu því hún drapst ekki strax, ekki fyrr en komið var inn að Melgraseyr- aroddum. Þar sökk hún, því hrefnurn- ar sökkva alltaf þegar þær eru dauðar, nema loft komist í tunguna, þá geta þær flotið. Því var oft erfitt að ná þeim upp. Við fluttum kjötið af henni svo fram í bátinn á skektunni og í þetta sinn fórum við til ísafjarðar. Við seldum hverjum manni svo sem eitt til tvö kíló og auðvitað fór alltaf nokkuð í afskurð. Þessi hrefna man ég að reyndist vega þrjú og hálft tonn. Þegar búið var að skutla hrefnu og hún tók á rás létum við vaðinn renna út. Aftast á honum var eikartunna og á öðrum stað belgur, einn af þessum gömlu tjörubelgjum. Oft tók hrefnan svo mikið í að bæði tunnan og belgur- inn fóru í kaf. Það var oft ekki fyrr en talsvert löngu seinna að við sáum bóla á belgnum. Tunnurnar sprungu oftast, það er að segja að það fór úr þeim botninn, en belgurinn kom alltaf upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.