Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Blaðsíða 58
58 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „er hann hafði reisa látið. Kallaði kon- ungurinn sér skipið.“ Árið 1381 segir Lög- mannsannáll: „Skip staðarins í Skálholti fyrirgekk í hafi, en fólk komst af til Grænlands með miklum jarteiknum." Þetta var Þorlákssúð- in og er þess getið í annálum árið á eftir.“ Sækempa og víkingur á biskupsstóli „Svartidauði sem hér geisaði rétt eftir aldamótin 1400 hefur sem von er dregið mjög úr þeirri viðleitni til skipasmíða og siglinga sem verið hafði fyrir hendi. Utlendingar réðu að fullu öllum siglingum og verslun og bera annálaritarar eins og Björn á Skarðsá sig illa yfir ástandinu á fimmtándu öldinni. Sjálfur lifði hann þó litlu betri tíma því einmitt um hans daga lagði einokunarverslunin heljar- hramm sinn á land og lýð. Síðasta skip Hólastaðar fyrir daga Björns, 50 lesta far, fórst „í stormi í Laxárvík fyrir vastan Eilífsfjall sem sumir menn kalla Tindastól.“ Þessa er getið við árið 1530. En nú rís upp glæsilegur fulltrúi ís- lenskrar sjómannastéttar á 15 og 16. öld, höfðinginn og sægarpurinn vest- firski, Ögmundur Pálsson, síðasti Skálholtsbiskup í kaþólskum sið. Um hann skulu hér tekin upp orð dr. Páls E. Ólafssonar, sem rækilegast allra manna hefur um Ögmund ritað: „Vestfirðingar hafa löngum þótt sægarpar miklir. Ögmundur mun hafa á ungum aldri sótt sjó til fiskjar þar vestra. Sjómannseðlið var og svo ríkt í honum að eftir að hann hefur lengi stundað nám við erlenda háskóla og er orðinn lærður maður, þá hverfur hann ekki í bili í rólega kennimanns- stétt, í þægilegt prestakall, heldur ger- ist hann farmaður og skipstjóri. Hóg- lífi hefur ekki átt við skap hans. Stór- virki og athafnasamt líf vildi hann kjósa sér. Fátt hefur og reynt meira á kjark, þrek og stjórnsemi en skip- stjórn á litlum byrðingi Skálholtsstað- ar um illt haf og torsótt, við illan að- búnað og ófullkomin siglingatæki, eins og þau voru um þessar aldir. En á sjónum hefur Ögmundur verið í sínu rétta essi. Og sjómennskunnar kennir allmjög eða skipstjórnarmannsins á landi þegar hann loks hefur lagt skipi sínu til hlunns... rætur hans standa í víkingaöldinni... Ögmundur var í eðli sínu víkingur.“ Hrakti tvívegis til Grænlands „Ögmundur Pálsson var fæddur nálægt 1470 og lést 1541, þá fangi á dönsku herskipi á leið frá Islandi til Páll Bjömsson í Selárdal. A duggu þeirri sem líklegt er að hann hafi sjálfur látið smíða sótti hann langt á haf út og hlóð skip sitt á 3-4 dögum meðan aðrir öfluðu lít- ið sem ekket. í Gamla sáttmála 1263 krefjast ís- lendingar þess að sex hafskip gangi á ári hverju til landsins forfallalaust. Þetta ákvæði var iðulega ítrekað en efndirnar voru klénar. íslendingar voru hvað eftir annað sviknir um að senda þeim tiltekinn skipafjölda. Ekki verður þó sagt að Islendingar hafi alveg lagt árar í bát og lognast út af til fulls á þessu sviði, en lítið lífs- mark er með þeim. Getið er um ferju Skálholtsbiskups 1314, en þá strandar hún og brotnar á Austfjörðum. Að þetta geti hafa verið haffært skip má ráða af öðrum stað í annálum. Smíðað er kaupskip á Eyrum 1338 og fer það samsumars til Noregs. Þess er raunar ekki beinlínis getið að íslendingar hafi smíðað það. Þá segir og í annála- broti frá Skálholti að árið 1361 hafi tveir eða þrír íslendingar keypt skip til þess að fara á til Noregs. Árið 1374 eða 1375 fór Jón biskup skalli Eiríks- son utan til Noregs á Maríubollanum Skipasmíðar og siglingar fram- taksmanna „Árið 1405 lést Vilkin biskup í Skál- holti, hinn mesti at- hafnamaður og merkismaður að sögn annála. Herma þeir að hann hafi lát- ið byggja staðnum bússu í Noregi sem kölluð var biskups- bússan. „Fórst henni jafnan vel sem von var.“ Enn skulu talin fáein dæmi um hug- umstóra menn sem efndu til byggingar hafskipa. Árni biskup Ólafsson lét smíða fyrir sig skip og sigldi á því til íslands og þaðan síðar til Noregs. Það var árin 1415 og 1419. Árið 1420 sigldi Islendingurinn Þorleifur Árna- son „ok slóst við enska í hafi.“ Er að skilja sem Þorleifur hafi verið fyrir skipinu. Þá segir Gottskálksannáll að 1362 hafi nokkrir Norðlendingar farið utan „á því skipi sem þeir létu sjálfir gera. Voru þessir formenn: Síra Þor- steinn Hallsson og Þorsteinn Eyjólfs- son.“ 1394 er þess og getið að biskupinn á Hólum „lét efna til hafskipsgerðar.“ Þar segir og að Hólaferja sem var orð- in „forn“ hafi orðið fyrir áfalli. Árið 1401 segir Nýi annáll: „Utanferð hús- trú Solveigar Þorsteinsdóttur í Vatns- firði er átti Björn Einarsson; í þeirri ferju var hann sjálfur; lét hann byggja skipið að helmingi við kirkjuna í Skálholti. Espólín telur að hann færi þrisvar utan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.