Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 26
218
QÁTA GEYMSINS
eimreiðin
Það mun innrætt öllum fjölda mannkyns, að hvelaheildin
hlyti að sökkva eilíflega dýpra og dýpra á nafnlausu hrað-
hruni, svo fremi sem henni væri ekki haldið uppi af þeim
eilífðarmætti, sem ekkert mál getur lýst. Þessi hugsun er
mikillar merkingar fyrir lausnina á gátu geymsins. Langflestir
þeirra, sem jafnvel hafa þó látið sér ant um að hugsa um
trúaratriði, munu vera fastlega bundnir við bernskudrauma
sálarinnar. Menn eru snortnir af leynisamböndum orsakar og
afleiðingar; og ætíð sækir hinn almenni maður fast að þeim
yztu höfum, þar sem andinn virðist eiga rétt til að stað-
næmast.
Væri algeymur stjarnanna skoðaður sem kjarni tilverunnar,
þá opnast manni sú hugsun, að fyrir utan kerfi himintungl-
anna kynni að vera sveiflulíf í ósýnilegu veldi. Þá bæri að
skoða efnismyndirnar sem lægra þroskastig, að líku leyti sem
jarðneskur líkami sést augum allrar skapaðrar skepnu, en á
þó að hverfa og verða að engu. Hinar ósýnilegu verur, sem
öll þjóðahjörtu dreymir um, eru ímyndir mannsandans, jafn-
sennilegar í raun og veru eins og aðrar staðhafnir í minning
og huga kynslóðanna.
Lausn geymsgátunnar getur ekki rökstuðst án þess, að tek-
inn sé til greina að fullu möguleiki andlegrar veraldar hand-
an við alla efnisheima. En hvernig er lífi háttað á slíkum
svæðum? Úrlausnin virðist hljóta að fara í þá átt, að vísa til
yfirskynjunar, enda þótt ekki sé full sönnun hennar til þessa
dags. Sveiflur og öldur, víðvörp og óheyranlegir hljómar eru ef
til viil lífið og starfsemin utan við alt, sem vér þykjumst þekk)a-
Til þessa bendir stigbreyting þeirra þriggja vökva, sem
eðlisfræðin veit af, enn sem komið er. Vatn, andrúmsloft og
ljósvaki eru fyrstu heitin, sem vér höfum valið víðáttum þess-
ara streymandi hafheima, og er mér ekki kunnugt, hvort vis-
indin hafa enn nafnkent hinn fjórða lög, sem iðar í gegnum
æðar ljósvakans.
Sveiflumál hins æðra líís er ekki enn þá skilið. Þó mætti
geta þess til, að varla verði langt þangað til að tónlist heyf'
ist hingað til jarðar, frá öðrum hnattbúum; enda var fvrir
•nokkru sagt svo frá, að heyrst hefðu í Parísarborg hljómar
af samstiltum tækjum, utan af geymi.