Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 29
EIMREIÐIN
ÚTVARP OG MENNING
221
geta á augnabliki náð til ótakmarkaðs fjölda áheyrenda, mun
altaf hvetja menn til að færa sér hann í nyt. Það ætti að
vera nóg að benda á gildi útvarpsins fyrir alþýðuna sem
weðal til fræðslu og útbreiðslu hollrar skemtunar meðal hinna
mörgu, sem annars eiga þessa engan kost, til þess að sann-
færa menn um, að það er óviðjafnanlegt menningar- og mann-
úðarmeðal. í stað þess að verða hættulegur keppinautur blaða
°9 leikhúsa, hefur útvarpið einmitt orðið til þess að auka
skilning og áhuga fólks á lífi og list. Dlöðin hafa verið fljót
að sjá þetta, og eindregið stutt að vexti og viðgangi útvarps-
'ns, og listamennirnir eru nú óðum að fylkja sér í kring-
«m það.
Það er á tvennan hátt, sem útvarpið mótar menningu nú-
tímans. I fyrsta lagi með hinu útvarpaða efni (fyrirlestrum,
hljómleikum o. s. frv.), og í öðru lagi með tækjunum sjálfum
(smíði þeirra og meðhöndlun). Ég vil fyrst minnast á fyrra
atriðið.
I fyrstu var útvarpinu tekið með mjög misjöfnum tilfinn-
mgum, ýmist litið á það sem galdravél eða leikfang, en í
^argra augum var það hin alvarlegasta hætta fyrir menningu
°kkar, og menn voru hræddir við að missa, þegar heyrnin
em er notuð, hin sterku og beinu áhrif, sem ræðumenn, leik-
arar, söngvarar og aðrir listamenn hafa á áheyrendur sína.
Ofullkomin tæki drógu mikið úr hinu listræna gildi útvarps-
ms, og svo virtist það ætla að verða sönghöllunum að fjör-
tlóni. Þetta fór þó á annan veg, og forstjórar helztu menn-
ln9arstofnananna sáu fljótt hina ótakmörkuðu möguleika út-
varpsins til þess að færa fólkinu listrænan þroska og útbreiða
tekkingu og vísindi meðal almennings. Samfara skilningi á
tessu kom líka meðvitundin um hina þungu ábyrgð, sem á
nverjum þeim hvílir, sem vinnur við þetta tæki, sem hefur
SVo marga áheyrendur. Þetta, ásamt hinni afaröru þróun út-
Varpsins, gerði ríkisstjórnunum það ljóst, að þær yrðu að sjá
Uln. að náin samvinna tækist með mentafrömuðum, listamönn-
um og verkfræðingum. Útvarpið á í baráttu við ýmsa barna-
^lúkdóma, sem aðallega eiga rót sína að rekja til þess, að
, hefur enn ekki fundið sína eiginlegu listtækni. Allar
^‘Mar nýjungar byrja með því að herma eftir því, sem áður