Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Page 37

Eimreiðin - 01.07.1928, Page 37
eimreiðin ÚTVARP OG MENNING 229 þeirra og ættjörð og menningu hennar; það kynnir mönnum skáld hennar, mentafrömuði og vísindamenn, opnar augu manna fyrir nýjum og gömlum verðmætum, fyrir menningar- straumum nútímans, fyrir öllu, er líf okkar varðar. Með út- varpinu má á stuttum tíma stórmenta heila þjóð og ala hana upp í vísindum og list, þroska hana og bæta, auka lífsgleði hennar- og vellíðan. Ef maður lítur á dagskrá útvarpsins í einhverju stóru land- anna, þá verður fyrir manni ákaflega fjölbreytt efni, sem skiftir á hálftíma eða klukkutíma fresti, frá því snemma á •norgnana þangað til seint á kvöldin. í sumum löndum er ■neir en helmingur hljómleikar, en í öðrum ekki nema þriðj- ungur, fréttir fylla 10—120/o af tímanum, fyrirlestrar 15—300/o, s. frv. Ég lít t. d. á skýrslu um útvarpið í Berlín frá í fyrra..Á fyrstu þrem mánuðum ársins var útvarpað nærri 700 Mukkustundir. Þar af fengu vísindin um fjórða hlutann, upp- lestrar og leikrit tíunda hluta, almennir hljómleikar 154 klst., danslög 150 klst., óperur og óperettur 55 klst., symfóníur 18 Wst., kammertónlist 20 klst. og aðrir hljómleikar 17 klst. Eftir- tektarvert er hve mikið rúm vísindin skipa; það skiftist þannig: Heimspeki og mentamál 44 klst., lista- og bókmentasaga 42 klst., náttúruvísindi, læknis- og heilbrigðisfræði 20 klst., jarð- lýsing og menningarsaga 26 klst., iðnaðarfræði 25 klst., o. s. lrv- Ef ég ætti að telja hér upp alt, sem útvarpað er og hæ2t er að útvarpa, yrði því seint lokið, því nærri öllu er haegt að lýsa með hljóðum og þögnum, orðum og tónum, öllu bæði góðu og illu, lífinu eins og það er, hefur verið og á að verða. Þá vil ég geta um hitt atriðið, áhrif þau, sem útvarpið hefur á fólkið með sjálfum tækjunum. Við lifum á uppgangs- arum hinnar vélrænu menningar. Vélarnar eru nú lífsnauðsyn- e9ar til þess, að við getum fætt okkur og klætt og veitt °hkur eitthvað af þeim þægindum og nautnum, sem hjarta °hkar æskir eftir, því mönnunum fjölgar og kröfurnar til usins vaxa jafnframt. Handiðnaðurinn hverfur, en vélaiðnað- Urinn, stóriðnaðurinn, eykst óðfluga, og það er lífsnauð- svnlegt og óhjákvæmilegt. Við verðum að grípa feginshendi Vert það meðal, sem miðar að því að gera okkur hæfa til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.