Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 41
eimreidin
Frá Grímsey og Grímseyingum.
V. Niðurl.
Eg hef þegar drepið á samgöngur síðustu aldar. Þær voru
í samræmi við það líf, sem þá var lifað. En nýju mennirnir
kröfðust breytinga. Verzlun >Örum & Wulfs«, sem réði hér
lögum og lofum og hafði alla verzlun eyjarinnar frá 1883 fram
á stríðsár, sendi að vísu út til eyjar ár hvert (í júní) vöru-
skip með ársvörum, og tóku þau þá þann fisk, er fyrir var.
Aðrar ferðir urðu eyjarbúar að fara á eigin kostnað, þá altaf á
opnum bátum, en rétt fyrir aldamótin byrjuðu »Hólar« að koma
tvisvar á ári.1) Mun þá hafa verið mikið um dýrðir, er gufuskip
kom hér fyrst. Hólar komu hér við á ríkiskostnað og einnig
Austri, er tók við af þeim. Sömu ár komu hér einnig öðru
hvoru Norðurlands-strandferðaskipin »]örundur« og »Agðar«.
Ferðir þessar héldust fram á stríðsár. Vöruskip »Orum &
^ulfs« (þá St. Guðjohnsen) hætti að koma út 1918. En
allar voru þessar ferðir yfir sumarið. Á vetrum var eyjan enn
t>á lokað land. Þó breyttist það mjög til batnaðar, er þeir Stein-
ólfur E. Geirdal og séra Matthías Eggertsson keyptu fyrsta
vélbátinn til eyjar árið 1908. Eftir að ferðir Austra hættu
1 stríðsbyrjun, tóku Eyfirðingar að gera út vélskip til flutninga.
Homu þau haust og vor til eyjar, í júní og september.
Ar eftir ár hafa sömu færeyisku skúturnar lagt að eynni,
Weð sömu mennina innanborðs. Smáviðskifti og samgöngur
hafa verið daglegar. »Færsar« vildu fá »sey« (sauð) og
^áta í staðinn »brei« (brauð, kex) og »kroka« (öngla),
hvað Grímseyingum þykja góð viðskifti. Kunningsskapurinn
ox ár frá ári og varð oft að vináttu. Stundum komu Færey-
In9ar með árabáta og héldu út héðan yfir sumarið. Svo
V „Brimnes", norskt skip með norskri skipshöfn, gekk niilli Akur-
6Vrar> Húsavíkur og Qrímseyjar árið 1896, „Hólar" 1897—1909,
>>Austri“ 1909—1913.