Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN
FRÁ GRÍMSEY
237
gott og ilt, þjóðsögurnar og rímurnar, — æfintýri rökkurset-
unnar, stökurnar og — taflið, en einnig holdsveikina, óþrifin,
skortinn og athafnaleysið.
Töluvert mun þó hafa verið teflt hér fyrir fáum árum.
Vakningaralda fór um eyjuna, taflfélag var stofnað, og ung-
lingarnir fyltust áhuga. — En eftir skamma æfi lagðist félagið
til hvíldar, og töflunum var skotið til hliðar.
Aftur á móti er mikið spilað á vetrum, einkum »Whist« og
sBridge«, og eru hér ágætir spilamenn.
VII.
Sjó stunda Grímseyingar alt árið, þegar gæftir eru, en
fátíðar eru stillur á vetrum. Fiskþrot er sjaldgæft. Mest
er róið á litlum opnum bátum, tveir eða þrír á fari, og er þó
oft langt að sækja (4—8 kvartmílur). Mikið eru notuð hand-
færi yfjr sumarið, en lóðir minna. Landbúnaður er einnig rek-
•nn, 0g fer sífelt í vöxt. Hafa bændur bætt gróður mjög á
síðustu árum með girðingum. Skepnueign er töluverð: 22
nautgripir, 5 hestar og nokkur hundruð fjár. Fé er hér ekki
Siafarfrekt, því snjólaust má heita nær því hvern vetur, veldur
sjóloftið vafalaust nokkru þar um. Sökum stöðugra vinda
hleðst fannkoman og í skafla, en autt á milli. En sjórinn er
°9 verður þó aðal-gullkista bænda fyrst um sinn. Auk þessa
hafa þeir töluverðar tekjur af björgum, — fugla- og eggjatöku.
^f fugli er aðallega veiddur svartfugl á flekum á vorin, og í
úgústmánaðarlok er fýlunginn tekinn (snaraður af sigamanni)
1 björgum. Áður var skegluungi einnig veiddur.
Hákarlaveiðar á opnum bátum voru töluvert stundaðar á
útmánuðum áður fyr, en hverfa nú smátt og smátt úr sögunni.
En á vorin í lok fiskihlaupsins kemur einhver tilbreytinga-
TíUasti tími ársins, »eggjasigningarnar«. í 3 vikur er nærfelt
stöðugt verið að »síga á egg«, frá einhverju heimili, því hvert
heimili lætur síga bjarg sitt þrisvar. — En jarðirnar eru 11
°2 eiga allar tilkall til bjargs.1) Mest eggjanna er svartfugla-
e99 (álka og langvía) og nokkuð af skeglueggjum (ritu).
Þær eru þessar, taldar frá noröri til suðurs: Dásar (mesta heyja