Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 48

Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 48
240 FRÁ GRÍMSEY eimreiðin hægt, en jafnt og þétt, gegnum greipar hans, umhverfis hæl- inn, fram af bjargstokknum 0 á brúninni — og niður. Oðru hvoru stöðvar hælmaður svo renslið eftir skipan. Sigamaður er nú horfinn sýnum niður í bjargið, »sjónar- bjargsmaðurinn« kominn á sinn stað, og bjargfólkið liggur og situr á víð og dreif í grasi vöxnum brekkunum og bíður eftir, að merkið sé gefið um að draga upp. Flestir Grímseyingar eru sigamenn, — nær því allir fulltíða karlmenn hafa einhverntíma sígið niður í hengiflugið í grannri kaðalfesti, niður þverhnípt bjargið með grjóthruni umhverfis sig. — En undir björgunum, — langt, langt niðri í sorta bjargrótanna, öskrar brimið við grátt stórgrýtið. Stórfengles ógn á allar hliðar, aðeins festin tengir mann við lífiö °S fólkið uppi á brúninni. — Komi steinn á festina, getur hun klipst í sundur. Missi sigamaður snögglega fótfestu getur hann »steypst úr auganu* ofan í hyldýpið, því að hafa »axlabönd« þykir ókarlmannlegt. En sigamaður hleypur öruggur og hratt upp og niður hamra- veggina, — spyrnir fótum í bjargið, krækir tánum fyrir egS' hvassar snasir, eða setur sveiflur á kaðalinn og tekur heljar- stökk út í bjarghliðarnar yfir sprungur eða undan grjóthruni. — Altaf stendur hann nær því lárétt út frá bjarginu og spyrnir í það. — Báðar hendur hefur hann á eggjaprikinu sínu, 4—5 álna langri, grannri stöng, með skál bundna við annan endann til að veiða eggin með, eggjasleif, — me^ henni seilist hann út í bjargshliðarnar. Langt fyrir ofan hann, uppi undir brúninni, siiur maður a klettasnös eða syllu, sem skagar fram eða slútir yfir hengi' flugið. Þar heitir sjónarbjarg. — Þaðan starir maðurinn ofan í djúpið og fylgir með augunum hverri hreyfingu sigamanns- ins. — Öðru hvoru skiftast þeir á merkjum, eftir því hvort sigamaður vill láta »gefa« eða «halda« kyrru. — Merkin sendir sjónarbjargsmaður jafnhratt til hælmanns, er hlýðir óðara skipan. Loks kemur uppdráttarmerkið. — Bjargfólkið hleypur a t 1) Bjargsfokluir: Tré, lagt á blábrúnina undir festarnar, svo þser skerist ekki inn í raðirnar og hindri dráttinn. —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.