Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 48
240
FRÁ GRÍMSEY
eimreiðin
hægt, en jafnt og þétt, gegnum greipar hans, umhverfis hæl-
inn, fram af bjargstokknum 0 á brúninni — og niður. Oðru
hvoru stöðvar hælmaður svo renslið eftir skipan.
Sigamaður er nú horfinn sýnum niður í bjargið, »sjónar-
bjargsmaðurinn« kominn á sinn stað, og bjargfólkið liggur og
situr á víð og dreif í grasi vöxnum brekkunum og bíður eftir,
að merkið sé gefið um að draga upp.
Flestir Grímseyingar eru sigamenn, — nær því allir fulltíða
karlmenn hafa einhverntíma sígið niður í hengiflugið í grannri
kaðalfesti, niður þverhnípt bjargið með grjóthruni umhverfis
sig. — En undir björgunum, — langt, langt niðri í sorta
bjargrótanna, öskrar brimið við grátt stórgrýtið. Stórfengles
ógn á allar hliðar, aðeins festin tengir mann við lífiö °S
fólkið uppi á brúninni. — Komi steinn á festina, getur hun
klipst í sundur. Missi sigamaður snögglega fótfestu getur hann
»steypst úr auganu* ofan í hyldýpið, því að hafa »axlabönd«
þykir ókarlmannlegt.
En sigamaður hleypur öruggur og hratt upp og niður hamra-
veggina, — spyrnir fótum í bjargið, krækir tánum fyrir egS'
hvassar snasir, eða setur sveiflur á kaðalinn og tekur heljar-
stökk út í bjarghliðarnar yfir sprungur eða undan grjóthruni.
— Altaf stendur hann nær því lárétt út frá bjarginu og
spyrnir í það. — Báðar hendur hefur hann á eggjaprikinu
sínu, 4—5 álna langri, grannri stöng, með skál bundna við
annan endann til að veiða eggin með, eggjasleif, — me^
henni seilist hann út í bjargshliðarnar.
Langt fyrir ofan hann, uppi undir brúninni, siiur maður a
klettasnös eða syllu, sem skagar fram eða slútir yfir hengi'
flugið. Þar heitir sjónarbjarg. — Þaðan starir maðurinn ofan
í djúpið og fylgir með augunum hverri hreyfingu sigamanns-
ins. — Öðru hvoru skiftast þeir á merkjum, eftir því hvort
sigamaður vill láta »gefa« eða «halda« kyrru. — Merkin
sendir sjónarbjargsmaður jafnhratt til hælmanns, er hlýðir
óðara skipan.
Loks kemur uppdráttarmerkið. — Bjargfólkið hleypur a t
1) Bjargsfokluir: Tré, lagt á blábrúnina undir festarnar, svo þser skerist
ekki inn í raðirnar og hindri dráttinn. —