Eimreiðin - 01.07.1928, Page 50
242
FRÁ GRÍMSEV
EIMREIÐIN
eins og Charles Garvice og hans nóta, í misjöfnum þýðing*
um, en ég hef veitt því eftirtekt, að það fer minkandi og
lestur góðra rita eykst mjög, auk blaða og tímarita, sem flest
eru keypt hér.
En síðustu árin hafa nokkrir yngri mennirnir sótt skóla til
lands, Eiðaskólann, Hvanneyrarskólann og gagnfræðaskóla
Akureyrar. Kvöldskóli fyrir unglinga hefur og verið haldinn í
eynni þrjú síðustu árin, þar sem lesin hefur verið danska og
enska, auk annara venjulegra námsgreina. — Völ hefur verið
á nægum kennurum, því auk prests og barnakennara eru hér
búsettir tveir nemendur kennaraskólans, annar með fullnaðar-
þrófi, hinn gamall kennari. Svo nú fer að hilla undir það,
sem Willard Fisko hefur eygt, þá er hann valdi í gjafasafn sitt.
Bókakostur er hér nægur og ágætur, því auk eyjarsafnsins
á séra Matthías mjög stórt og fjölskrúðugt safn, — töluvert
átærra en hitt. Kennir þar margra grasa, en mest er það
erlent, auk allskonar heimildarrita viðvíkjandi ættfræði, sem
hann hefur lagt stund á til margra ára.
Um félagslíf og skemtanir er töluvert í eynni, þó áraskifti
séu að því, eftir því hve æskan er mannmörg það og þaö
árið. 11. nóvember annaðhvort ár er haldin allsherjar sveitar-
samkoma, sem hvert mannsbarn sækir. Er það í minningu
um próf. W. Fiske. Hann er fæddur 11. nóvember.
Öðru hvoru hafa verið leiknir smáleikir og tekist furðanlega
vel. Hér eru nokkrir menn, sem riðnir hafa verið við leik-
sýningar allvíða í Iandi, ísafirði, Húsavík, Akureyri, Reykjavík
og víðar. Hafa þeir lagt hér lið sitt að, og ég held öllum
beri saman um það, að margt af því, sem hér hefur verið
sýnt, standi lítt að baki ýmsum slíkra sýninga í sjóþorpum
okkar, ef ekki framar. Er það þó furðulegt, þegar tillit. er
tekið til alls. Húsrúm og aðbúnaður hvorttveggja svo laklegt
sem unt er. Sumir leikendurnir og það þeir, er einna bezt leysfu
hlutverk sín af hendi, höfðu tvisvar þrisvar sinnum, og jafnvel
aldrei, séð sjónleik. En samtökin hafa verið einhuga og
áhuginn mikill. Og með því vinnast borgir og lönd. Enginn
hér hefur hikað við að leggja fram vinnu og fé, það er þurfti,
endurgjaldslaust oftast.
Vitanlega eru skemtanir hér fábreyttar; aðalatriðið hér sem