Eimreiðin - 01.07.1928, Page 51
EIMREIÐIN
FRÁ GRÍMSEV
243
víðar dansinn, og þá söngur og upplestrar. Á fáu er völ, en
þær hafa þó tilbreytni í för með sér, og mér hefur virzt, að
margir sæki þangað glaðar endurminningar, en það er aðal-
atriðið.
Auðvitað er hér eins og allsstaðar annarstaðar slæðingur
milli bæja af nábúakrit og tortrygni, þessum ógeðslegu aftur-
Söngum íslenzkra sveita og sjóþorpa. En þrátt fyrir það eru
Wenn hér einlægari og bundnir traustari vináttuböndum en
aigengt er. í raun og veru eru öll heimili kvísl frá einu
stóru heimili, einni stórri fjölskyldu, — heimili Grímseyingsins.
IX.
Það álit mun hafa ríkt og ríkir jafnvel sumstaðar enn, að
Grímseyingar séu fágæt tegund af útkjálka-skrælingjum, hjá-
rænulegir og fávísir. Þetta álit mun hafa átt allmikinn rétt á
sér síðastliðna öld og jafnvel lengur, — en nú ekkert. — Þó
skal því ekki neita, að ýmsar smáskrítnar persónur úr eynni
kafa öðru hvoru gefið tilefni til þessa álits í landferðum, svo
sem karlinn, sem fyrir nokkrum árum var að lýsa óþrifnaði á
k® einum í eynni fyrir ónefndum lækni. Sagði karl honum,
a^ hann hefði horft á bakteríurnar skríða upp og niður alla
Ve92i í baðstofunni. Hafði karl þar séð einhverjar pöddur, en
l®kninum mun hafa fundist þeim bakteríum vel í skinn komið.
Eða sagan ulr. grímseyisku kerlinguna, sem fékk lyfseðil
kjá öðrum lækni og var víst ekki vel ljóst, hvernig hún skyldi
n°ta hann. Því þegar hún var spurð um meðalið, sem hún
hafði fengið, lét hún lítið yfir því, og kvað það seigt undir
tönn og óviðfeldið. liún hafði étið lyfseðilinn í smábitum.
^msar fleiri sögur, sannar og ýktar, eru í umferð. Væri
9aman að safna þeim. — Ég get ekki stilt mig um að skjóta
kér inn ofurlítilli grobbsögu eftir karl, sem var hér um alda-
m°t. __ Hann var ag segja frá ofviðri, sem hann hafði lent
1 °9 stýrt út úr. — Var það á Grímseyjarsundi. Sagði hann,
aó svo hefði verið stórsjca á miðju sundinu, »að eftir eina
óýfuna, sem kænan tók, kom hún upp með þarablað á hnífl-
mum«.
En fáfræði og heimskulegar spurningar sumra í landi