Eimreiðin - 01.07.1928, Page 54
246
FRÁ GRÍMSEV
eimréidin
X.
Ég ætla mér ekki þá dul að segja, hvað Skuld muni leggja
í vertíðarhlut Grímseyjar. Svo langsýnn er ég ekki, að ég
eygi óstigin spor Kronosar. En ef dæma skal eftir því viðhorfi,
sem nú er, virðist mér, að margt mætti segja ólíklegra en
það, að hún eigi eftir að verða Norðurlandi það sem Vest-
mannaeyjar eru Suðurlandi. Kæmi hingað hafnargarður, loft-
skeyti og fólksflutningur, hygg ég, að létt yrði að láta orð
Einars Þveræings verða að sannspá.
Ég vil ljúka máli mínu með þessari áskorun: Þér ferða-
menn, sem farið um landið og leitið náttúrufegurðar, far>®
ekki fram hjá nyrztu íslenzku bæjardyrunum. Óvíða fáið þer
einkennilegra útsýni. Það er æfintýrabjarmi yfir stafnbua
Norðurlands.
Miðnætursól er hér óviðjafnanleg. Um sumar-sólstöður sést
hún hér allan sólarhringinn; — stundum kafar hún með
ægilegum hraða gegnum grágult skýjakóf, eða líður í logadýrð
meðfram hafsbrúninni. Umhverfið skiftir litum í sífellu, en
dökkur hafhringur beltar eyna. Stundum stingur hún sér ofur-
lítið í blóðflekk öldunnar, eða rennur saman við fjarlægan
skýjaflóka og breytir honum í blossandi eldhaf eða dimmrauð
himnahöfuð með steikjandi eldtungum.
Þó ber af öllu kvöldfegurðin hér á aflíðandi sumri. Slíka
litadýrð á lofti og legi hef ég hvergi séð, — jafn djúpa,
sterka liti sem þá, er breiða sig um suðvesturhimininn að
genginni sól. Það er eins og himinrúmið opnist og sýni mn >
ómæli ljósvaka-auðnarinnar. Fram úr þessu dulardjúpi litanna
stíga svo fjöllin fyrir handan sund, eins og ógurlegar tröl -
skugga fylkingar, — hálfsokknar í haf og dimmu, me
Ijósbláa loga um efstu hnúkana.
En rætur landsins virðast teygja frá sér Ianga skuggaarma
í áttina til eyjar, yfir blikandi, — lifandi sæflötinn.
Steindór Sigurdsson.