Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 60
262
ÞJÓÐLVGAR OG ÞEGNSKVLDA
eimreiðin
sem eru að varpa logandi eldibröndum nýrra hugsjóna á
kulnandi glæður vestrænnar menningar, kemst svo að orði á
einum stað um þetta fyrirbæri vorra daga, sem kalla maetti
múgsuppeldi: »Á meðan oss lærist ekki að meta séreðli og
sjálfstæði einstaklingsins meira en alt annað, en beinum upp-
eldisstarfinu að því að gera alla sem líkasta hver öðrum og
hossum meðalmenskunni, þurfum vér ekki að búast við öðr-
um árangri af uppeldinu en vaxandi villimensku. Gildi allrar
þekkingar einstaklingsins og leikni verður að metast eftir því
eingöngu, að hve miklu leyti honum tekst að láta frumraena
guðdómsorku síns eigin eðlis taka þetla tvent í sína þjónustu.
Ef engin slík orka er til, þá er alveg sama hve góða skóla-
mentun maður hefur fengið. Hún verður gagnslaus og oft
verri en versta menningarleysi. Því vísindalega þjálfaður skræl-
ingi er ýkjulaust miklu hættulegri skepna en mentunarlaus
villimaður. Og maðurinn verður aftur að skrælingja þegar sál
hans og andi þroskast ekki að neinu leyti, en einmitt það er
að verða æ óskeikulli staðreynd í uppeldi múgsins á vorum
dögum«.
Þannig farast þessum manni orð, en hann er vafalaust einn
af mestu mannþekkjurum, sem nú eru uppi. Eins og háttað
er skólafyrirkomulaginu í landinu, geta kennarar vorir litla rækt
lagt við andlega þroskun nemenda sinna, hve fegnir sem þeir
vildu. Þá var heimakenslan áður fyr betri. Enda er enginn
vafi á því, að hún hafði kosti, sem núverandi kenslufyrirkomu-
lag fer á mis við. Vér skulum taka til dæmis eina kenslu-
grein, sem nú er kend í skólum. Það er mannkynssaga. Fátt
ætti að geta eins þroskað séreðli manna og frumleik eins og
mannkynssagan, ef hún væri kend á réttan hátt, ef það væri í
raun og veru mannkynssaga, sem kend er. En svo er ekki
nema að litlu leyti. Sökin kemur hér öllu meira niður á
sagnaritunum sjálfum en kennurunum. Flestar kenslubækur í
mannkynssögu rekja að eins rás viðburða, en alt of lítið er
gert að því að lýsa hvötum þeirra einstaklinga, sem stjórnuðu
rás viðburðanna. Rökkursögur ömmunnar á íslenzkum heim-
ilum höfðu miklu meira þroskunargildi fyrir ungar sálir en
megnið af því, sem í mannkynssögunni stendur, eins og hun
hefur til skamms tíma verið kend í íslenzkum skólum. Eitt