Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Side 62

Eimreiðin - 01.07.1928, Side 62
254 ÞJÓÐLVGAR OG ÞEGNSKVLDA eimreiðin séreðli og hugarstefnu hvers einstaks ungmennis, og er ég ekki þar með í neinu að kasta rýrð á kennarastéttina. ís- lenzka kirkjan tekur í raun og veru meira tillit til einstakl- ingsins en aðrar greinar íslenzks þjóðlífs, og frjálslyndi og sjálfstæði í trúarefnum mun vera meira hér á landi en í flest- um öðrum efnum. Kirkjan leggur ekki hatur né ofsóknir á þann mann, sem yfirgefur kennisetningar hennar eða hefur aðrar skoðanir en hún í trúmálum. Og takist henni að gera Krist skiljanlegan æskulýðnum og færa dæmi hans æ nær oss sem fyrirmynd í öllum greinum vors daglega lífs, þá innir hún af hendi mikið og göfugt starf. Vera má, að sumir leið- togar lýðsins ypti öxlum yfir því, að kirkjan sé að prédika þeim að taka Krist til fyrirmyndar í opinberri starfsemi. Lík- legast vinnur kirkjan ekki mikið á þá leiðina, þó að tilraunin sé vissulega ómaksins verð. En meðal æskulýðsins ætti kirkj- an að geta unnið stórvirki, ef sýnt væri nógu ljóst fram á, hvernig öll þróun einstaklinga og þjóða veltur á því, að fyls* sé fordæmi Krists. Þar sem hann er sjáum vér þá fullkomn- ustu einstaklingsskapgerð, sem fram hefur komið á þessari jörð, og hvert það sjálfrátt skref, sem tekið er í áttina að þeirri fyrirmynd, miðar ætíð að því að fullkomna og þroska skapgerð þess, sem skrefið tók. Þetta virðist nokkurnveginn augljós sannleikur, enda verið boðaður öldum saman, en því undarlegra er það, hve lítið hans gætir í opinberu lífi nú- tímans. Þegar æskulýður lands vors skilur við skólana, meira og minna úttroðinn af meira og minna andlausum fróðleik, kem- ur hann inn í nýtt umhverfi, sem hann þekti lítið til áður. Lífsbaráttan tekur við. Æskumaðurinn hverfur að einhverju starfi, sem ef til vill berst honum af hendingu. Hann öðlast smámsaman þau réttindi, sem þjóðfélagið lætur hverjum ein- staklingi í té, en þeim réttindum fylgir eðlilega ábyrgð og skyldur. Jafnframt starfi sínú kemst hann í stöðugt samband við umhverfi sitt fyrir tilstilli blaðanna, símans og annara menningartækja nútímans. Þjóðmálavísdómnum er helt yfir hann úr sístreymandi málpípum flokkanna, en kvikmyndir og knatíspyrna berst honum svo sem ábætir eða krydd 1 grautinn, ef hann á heima í höfuðborginni. Sveitirnar fara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.