Eimreiðin - 01.07.1928, Page 64
256
ÞJÓÐLVGAR OG ÞEGNSKVLDA
EIMREIÐIN
rannsókn. Er þó blaðamenska Bandaríkjanna yfirleitt ekki
talin standa á tiltakanlega háu þroskastigi. Vonandi hendir
samskonar óhæfa aldrei íslenzka blaðamensku.
Hvergi kemur hin pólitíska frekja og smölunarhneigð betur
í ljós en við kosningar. Áður en þær fara fram eru haldnir
fjölmennir fundir, og verða frambjóðendur þá að hafa sig
mjög frammi og vera við því búnir að geta hlaðið lofköst
um sjálfa sig, enda er sannast að segja sjaldnast hægt að
kvarta yfir því, að þeir geri það ekki. Oftast eru það þó
nánustu áróðursmenn hvers frambjóðanda, sem þetta starf
hafa með höndum, því allir hafa frambjóðendur um sig
nokkurskonar hirð slíkra manna. Blaðagreinum, fregnmiðum
og flugritum rignir yfir kjósendur fyrir og um kosningar.
Flokkarnir gera alt, sem í mannlegu valdi stendur, til þess
að fá menn til fylgis við sig, og ærnu fé er varið til undir-
búnings kosningunum. Að minsta kosti hlýtur svo að vera
hér í höfuðstaðnum, þar sem flokkarnir setja hér á stofn
kosningaskrifstofur með mörgu starfsfólki, oft löngu áður en
kosningar fara fram, hafa fjölda bifreiða á leigu á kjördegi,
til þess að flytja kjósendur á kjörstað, og framkvaema
annað það, sem líklegt þykir, að fjötra megi kjósendur til
fylgis. Þegar nú ofan á alt þetta bætist það, að flokkarnir
ráða algerlega, hvaða menn bjóða sig fram, að minsta kosti
þegar um hlutfallskosningar er að ræða, þá er ekki of maelt
þó sagt sé, að það sé flokkapólitíkin í landinu, sem ræður
því, hverjir sæti skipa á þingi og við önnur störf, sem kosið
er til, en ekki kjósendurnir sjálfir. Hjósendurnir verða að
gera sér að góðu að kjósa einhvern þeirra manna, sem
flokksstjórnirnar hafa útnefnt, enda þótt þeir séu óánægðm
með þá, — ef þeir vilja á annað borð neyta kosningarrétt-
ar síns.
Árið 1924 kom út bók eftir dr. Guðmund Finnbogason,
Stjórnarbót, þar sem þetta atriði er meðal rnargs annars
tekið til rækilegrar íhugunar. Gegnir furðu, hve hljótt hefur
verið um tillögur þær, sem fram eru fluttar í bók þessari.
Það er eins og þeir, sem annars ræða og rita mest um
stjórnmál, hafi tekið sig saman um að reyna að þegja þmr 1
hel. Þó er þar með góðum rökum bent á leiðir út úr ýrnsum