Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 66

Eimreiðin - 01.07.1928, Síða 66
258 ÞJÓÐLYGAR OG ÞEGNSKYLDA eimreiðin sig í atið«, eins og það er orðað, en eins og fyrirkomulagið er nú, verður vart hjá því komist, ef taka á þátt í stjórnmál- um. Þessir menn eiga ekki þann fítonsanda framhleypninnar sem virðist vera ákaflega notadrjugur eiginleiki stjórnmála- mönnum nútímans. En ef menn væru kallaðir til starfa með leynilegri kosningu kjósendanna sjálfra, eftir að kjósendur hefðu fengið. heimild til að kjósa þá menn eina, er þeir treystu bezt, og væru lausir við öll flokkaok, og jafnframt yrði sú breyting til batnaðar í uppeldismálum, að dómgreind kjósenda og sjálfstæð athugun ykist að miklum mun, þá mundu hinir hlédrægu en hæfu gefa sig í ljós. Traust kjósendanna mundi valda því, að þeir tækju glaðir það sæti, sem þeini væri skipað, og beittu starfskröftum sínum eftir beztu getu i þágu þjóðarinnar. Skyldan við þjóðfélagið, þegnskyldan, er i raun og veru skyldan við guð og náungann, boðorðin, sem meistarinn frá Nazaret taldi mikilvægust allra. Hlutverk skól- anna, kirknanna, ríkisvaldsins og blaðanna er að greiða SÖ*U hvers einstaklings að því marki, að hann fái uppfylt þessa skyldu. Þessar stofnanir eiga að ryðja steinunum úr sölu þegnanna, vera þeim ljós á veginum, gera umhverfið alt svo bjart að jafnan sé ratljóst. Mannseðlið á við nóga erfiðleika að stríða, þó að þær stofnanir, sem mannkynið hefur komið sér upp með mikilli fyrirhöfn og margra alda baráttu, auki ekki á þá erfiðleika og geri mönnum torsóttara að fmna sjálfa sig en ella. Ef þessir aðilar — og fleiri geta komið til greina — vinna saman að heill meðlima þjóðfélagsins, allra sem eins, þá verður hverjum einstakling þess létt verk og ljúft að inna þegnskyldu sína af hendi. Það er þetta, sem oss skortir mest, en ekki menn, eins og aðrar þjóðir kvarta svo sáran undan, að sig vanti. Að minsta kosti skortir ekki manns- efni hér á landi, ef aðeins tekst að beita þau heillaríkum á- hrifum. Vér höfum átt því láni að fagna að sjá íslenzkt íþróttalíf taka miklum breytingum til hins betra. Áhugasamir og vel hæfir menn hafa starfað að umbótum á því sviði, os þeim á æskulýðurinn mikið að þakka. íslenzkir íþróttaflokkar hafa farið utan og sumir sýnt þá leikni erlendis, að orði hefur íslenzku íþróttalífi til sóma og styrkt trúna á viðreisn líkamsmentunarinnar í landinu. Þrátt fyrir óhollan metnað, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.