Eimreiðin - 01.07.1928, Page 68
260
ÞJÓÐLVGAR OG ÞEGNSKYLDA
EIMREIÐIN
dögum er ef til vill eitthvað ýkt hjá höfundinum og á heldur
ekki í einstökum atriðum við samkvæmislífið hér á landi. En
þó er >blærinn« ekki ósvipaður og sá, er sjá má yfir sumum
dansleikjunum hér í höfuðborg hins íslenzka ríkis. Vér höfum
ekki farið varhluta af ýmsri erlendri ómenningu, sem fram
kom í kjölfar stríðsins. Er þetta í fullu samræmi við það, hve
viðnámið er yfirleitt lítið, að ómenningin hefur fallið hér í
góða jörð ekkert síður en annarsstaðar og borið sína ávexti.
Hvatning Bjarna Thorarensens um að reka læpuskapsódygð-
irnar útlendu af höndum sér, er þær leita að landi, virðist ekki
enn sem komið er hafa haft mikil áhrif á hugina. Mun ekki
ofmælt, að útlent fánýti eigi hér alt eins miklum vinsældum
að fagna eins og hið gagnlega og fagra, sem oss berst frá
öðrum löndum.
I blöðum og á mannfundum er oft talað um vaxandi sjálf'
stæðismeðvitund þjóðarinnar. Eitthvað mun hæft í því, a^
þjóðin sé að vakna til meðvitundar um mátt sinn, — á viss-
um sviðum. Það hefur þegar verið bent á íþróttalífið. Vms
innlend þjóðþrifafyrirtæki hafa verið sett á stofn, svo sem
Eimskipafélag íslands. Þó er skilningur valdhafanna á bvl
fyrirtæki ekki meiri en það, að útlend skipafélög eru látin
sleikja rjómann ofan af troginu, hvað snertir strandferðirnar
hér við land, í stað þess að ekki ætti að viðgangast her
strandferðir nema með íslenzkum skipum. Innlendur iðnaður
á erfitt uppdráttar, enda sýnist ekki vera gert mikið til þesS
að hlúa að honum, svo hann standist samkepnina við þann
útlenda. Trú fólksins á það sem útlent er og vantrúin á Þa^
innlenda er enn við lýði. Þó er þetta smámsaman að breyt'
ast, Fyrir allmörgum árum mætti stúlka annari á förnum vegi.
og var sú síðarnefnda með nýja svuntu úr íslenzku efni, sem
ekki er í frásögur færandi. En hin stúlkan fór að virða fyrir
sér svuntuna og leizt svo vel á efnið, að hún spurði náttur-
lega strax í hvaða búð það fengist keypt. En þegar hún heyrði.
að efnið væri heimaunnið og íslenzkt, datt alveg ofan yf’r
aumingja stúlkuna og henni varð að orði: »Voðalega vmrl
þetta efni fínt í svuntu, ef það væri danskt!« Þetta var nr^
það leyti sem trúin á Danskinn stóð í mestum blóma her a
landi, svo að jafnvel flíkur og fótabúnaður tók nafn af, °S