Eimreiðin - 01.07.1928, Side 75
eimreiðin
RÉTTADAGAR
267
nótt. Bara að hún heföi getað borgað með drengnum þessar
hundrað krónur, sem Ólína var vön að greiða, en það gat
hún ekki, því mestur hluti kaups hennar gekk í meðlag með
föður hennar örvasa.
Morguninn eftir var Björn litli búinn til ferðar með móður
sinni. Hann var þungbúinn og fálátur, en gerði sér ekki til
fulls ljóst hvert stefndi. Móðir hans lét hann kveðja alla með
þakklæti. Hann gekk að því sem í draumi. Halla átti að fylgja
þeim gangandi á leið, en Ólína ætlaði að reiða drenginn í
Höltu sinni í söðlinum. Þegar þær komu út fyrir tún, rétti
Halla henni drenginn á bak og kysti hann á kinnina. Ólína
kvaddi líka og svo skildi með þeim, en Halla gekk hægt og
döpur í bragði heim túnið.
En þegar hér var komið, var sem Ðjörn vaknaði af dvala.
^ann spriklaði út öllum öngum og hrópaði: »Eg fer með
Höllu minni«. Móðir hans lét sér ekki bilt við verða, en
Eélt honum af öllum kröftum. Hún gætti þess þó ekki, að
hér var hennar ríka lund og sterki vilji endurborinn, og er
hún hafði keyrt drenginn í kjöltu sína, gerði hann nýtt áhlaup
°9 beit hana svo í handlegginn, að hún misti takið, og hann
Valt fram úr söðlinum. Hún snaraðist þegar af baki, en sá
þú að hún komst ekki hjálparlaust á bak aftur og kallaði því
úl Höllu.
sÞú kemst aldrei með hann nauðugan svo langa leið sem
er á bílstöðina«, sagði Halla.
»Þá verð ég að fá þig eða aðra til að reiða hann fyrir
í hnakk«, svaraði Ólína.
sVissi ég það«, svaraði Halla, »að þér var ekki umhugað
llrt,i að hlífa tilfinningum mínum, en svo langt hélt ég ekki
þú mundir ganga«.
*Ekki læt ég ykkur neyða mig til að skilja strákinn eftir«,
svaraði Ólína, »en verði ég laus við að gefa með honum, má
hann vera, eins og ég sagði mági þínum«.
Halla draup höfði og hugsaði sömu hugsunina sem oft
aður. Hún sá engar nýjar leiðir. Þó svaraði hún: »Ég fer
^ð drenginn heim og sé um þinn hluta af meðlaginu*.
Þær kvöddust og Ólína reið fram göturnar. Höllu fanst
hún sem stormbylur, er færðist fjær.