Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 76
268
RÉTTADAGAR
EIMREIÐIW
Hún leiddi Björn litla heim túnið. Hann þurkaði tárin með
þeirri hendinni, sem laus var, og leit við og við fram á göt-
urnar á eftir móður sinni.
Þegar heim kom, sagði Halla húsbændum sínum, hvernig
farið hefði. »Hvernig getur þú þetta?« spurðu þau bæði í
einu. En á þá spurningu þurfti hún ekki að hlusta. Svo oft
var hún sjálf búin að spyrja hennar árangurslaust.
Bergsteinn Kristjánsson.
Vaskir drengir.
í fyrra vor flulti eitt noröanblaðanna frásögn af atviki einu, sem gerð-
ist á Eyhildarholti í Shagafirði sumarið 1926. Drengir tveir, sjö ára að
aldri, björguðu af frábæru snarræði barni frá bráðum bana í Héraðs-
vötnum. Eimreiðin hefur áður flutt frásagnir af þrekraunum, og mun svo
gera áfram, því slíkar sögur eru vel til þess fallnar að vekja æskumönn-
um drenglund og karlmensku, en það eru eiginleikar, sem enginn má án
vera. Henni er því þökk á slíkum frásögnum, séu heimildir áreiðanlegar-
Lysing sú af fyrgreindum atburði, sem hér fer á eftir, er eftir frásögn
föður barnanna tveggja, Péfri Jónssyni, nú bónda að Brúnastöðum í Fljo1"
um, og nokkru fyllri en fyrnefnd frásögn blaðsins, en annars henni sam-
hljóða í öllum aðalatriðum. Það rýrir ekki gildi þessarar þrekraunar, að
það eru börn, sem hana hafa unnið. Þvert á móti vekur það undrun, hve
drengirnir báðir voru skjótir og samtaka um bjargráðin, þar sem morg-
um fullorðnum mundi hafa fallist hendur undir sömu kringumstæðum.
Héraðsvötnin eru bæði vatnsmikil og straumþung jökulvötn. Þau falla
rétt við bæinn á Eyhildarholti, og er þangað sótt neyzluvatn frá bænum.
Á þessu svæði eru þau 20—30 faðma breið og miklu dýpri en svo vi
bakkann, að mannstætt sé, enda straumhraðinn afarmikill. Þar sem neyzlu
vafnið er tekið, falla vötnin í streng undir háan bakka, sem þau ua
grafið sundur, en víða hafa stórir jarðhnausar fallið úr bakkanum fran'
í vötnin. Af einum slíkum hnaus er vatnið tekið. Af bakkanum niður a
hnausinn er hnéhátt, en af hnausnum misdjúpt niður að vatnsborðinu,
eftir vatnsmagni jökulárinnar. Þegar atburður sá gerðist, sem hér er r
skýrt, voru vötnin í vexti og ultu fram kolmórauð og ægileg. Hnausmn,
þar sem vatnið var tekið, var bæði blautur og sleipur eftir vatnsbyl9)ur’
sem gengið höfðu yfir hann. Góðviðrisdag einn í sláttarbyrjun voru nokkur