Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 82
274
WILLIAM SHAKESPEARE
eimreiðW;
Miltons. í þeim gætir víða hins mikla skilnings Shakespeares
á sálarlífi manna, en það er afar sterkur þáttur í sorgarleik)-
um, hans.
A árunum 1595—1601 ritaði skáldið nær eingöngu sögu-
og gleðileiki. Byrjendabragurinn er nú með öllu horfinn af
ritum hans. Hann er eigi lengur undir áhrifum fyrirrennara
sinna, en fer nú sínar eigin götur. Skilningurinn á mannlegum
hvötum er dýpri en áður, hugarflugið enn meira, efnismeð-
ferðin hiklaus. Hann hefur fundið sjálfan sig, og meðvitundin
um hina ríku skáldgáfu fyllir hann eldmóði. í söguleikjunum
sneri Shakespeare sér að fortíð Englands; efnið fann hann i
gömlum árbókum. Leikrit þessi voru skráð fáum árum eftir
að sjógarpar Englendinga sigruðu »Flotann ósigrandi« spán-
verska (1588). Því er í þeim sigurhreimur og djúp ættjarðar-
ást. Hin helztu þeirra eru: Richard II., Henry IV. og Henry
V. Inn í hina sögulegu atburði vefur Shakespeare myndir úr
knæpulífi sinnar aldar — myndir, sem tíðum eru ruddafengnar,
en hlátursefni gott. í Henry IV. er ein af Shakespeares
ódauðlegu persónum — gortarinn og ístrubelgurinn Falstaff,
heimshyggjan holdi klædd. Þó gagnólíkir séu, eru hann og
Hamlet taldir mestu afrek Shakespeares í persónugerð. Sýnir
hinn fyrri afburða kímni skáldsins, en hinn síðari djúphygo
hans. Snildarlegar eru einnig lýsingar konunganna, sem sögu-
hetjurnar eru í leikjum þessum. En leikrit þessi hafa eigi
aðeins bókmentalegt, heldur einnig sögulegt gildi. Einn merkur
enskur rithöfundur kvað svo djarft að orði, »að Shakespeare
hafi líklega gert meira til þess, að útbreiða þekkingu á sögu
Englands, en allir sagnfræðingar til samans.* Ritun söguleik)-
anna er einnig merkur þáttur í þroskaferli skáldsins. Hann
gerðist nú túlkur sögu lands síns. Það var vandaverk. Hann
mátti eigi víkja mjög frá sannleikanum, en varð þó að gæða
frásögnina lífi og skáldlegu formi. Þetta var honum þu'
nokkurskonar andleg eldraun; listgáfa hans var lögð í deigl'
una, en hún kom út úr eldinum hreinni og máttugri, hæfari
til starfs þess, sem enn beið skáldsins: ritun sorgarleikjanna
miklu, en þar nær snild Shakespeares hámarki sínu. Júltus
Cæsar, sem flestir telja ritaðan á þessu tímabili, er einmg,
eins og nafnið bendir til, sögulegs efnis. Er það bert, a
skáldið er enn að taka framförum, sérstaklega í efnismeðfer •
Mikið kveður einnig að höfuðpersónunum: Cæsar, Brútusi og
Antóníó. Portia er rómversk kvendygð persónugerð. Sam
særismönnunum er vel lýst, í fáum skörpum dráttum. Kæ
urnar í leik þessum eru fyrirmynd að mælsku. Segja m ,
að Júlíus Cæsar sé á takmörkum söguleikjatímabilsins og
sorgarleikjanna; svipar til beggja. Það er ljóst, að með vaxan