Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 86

Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 86
278 WILLIAM SHAKESPEARE EIMREIÐIN veldur öllu bölvi. Brátt sýna eldri dæturnar sig í sinni réttu mynd — vanþakklátar, illar og ómannúðlegar, kvenflögð hin verstu, andstæður Cordelíu, sem er göfgin og dygðin sjálf. Nú fer Lear sem Othello. Honum virðist sem veröld öll sé úr skorðum gengin. Hvar getur harmdýpri sýn en konunginn gráhærða, berhöfðaðan í þrumuveðrinu uppi á eyði-heiðinni! Höfuðskepnurnar eru í æðisgangi, rétt eins og þær samþýð- ist sálarróti öldungsins. Snildarlegt samræmi er hér milli hins ytra og hins innra — náttúrunnar og mannssálarinnar. Sam- eining Lears og Cordelíu er sem lognstund í hamförum sorgarleiks þessa, en þeim mun sársaukafyllri er sýningin, þegar hann ber hana látna út úr fangelsinu. Lear, sem ann- ars er mikilmenni, verður að friðþægja fyrir ofsa sinn og 'skammsýni með því, að þola takmarkalausar raunir. Aristóteles segir, að sannur sorgarleikur eigi að vekja hjá áhorfendum ótta og meðaumkun. Enginn af leikjum Shakespeares gerir það fremur en Lear konungur. Enginn sorgarleikja hans er jafn þrunginn sársauka glæpsamlegra gerða; en hitt er einnig jafnsatt, að vart nokkur þeirra geymir meiri göfgi og hetjuskap. í Macbeth') sýnir Shakespeare oss, hversu metn- aðargirnin fer með mann þann, er siðferðisþrek skortir, en gæddur er ríku ímyndunarafli. Þá er Macbeth fyrst verður á vegi vorum er hann sigursæll herforingi, heiðraður af þjóð inni. Þó hefur honum eflaust komið til hugar að ná undir ig ríki Duncans, en hið ríka ímyndunarafl hans, sem málar terkum litum afleiðingar allar, hefur kæft þá glæpsamlegu öngun hans. Spár nornanna, sem hylla hann konung, vekja öngun þessa á ný, og fyrir áhrif þeirra verður morð Dun- ans knýjandi, en þó kveljandi nauðsyn í augum Macbeths. Og líf hans er héðan af samfeldur hroðadraumur. Eftir morð- ið á Duncan sekkur hann dýpra og dýpra í glæpadíkið. Sá! hans lamast smám saman í kvölum hinnar veikluðu ímynd- unar hans. Að lokum verður hann að bráð hefnd þeirri, sem safnast hefur yfir höfði honum. Réttlætið hlaut að sigra. Macbeth er stórglæpamaður, en þó hefur Shakespeare sveipað hann mikilleik. Slíkt er fært snillingum einum. Við hlið Macbeths hefur Shakespeare skipað frú Macbeth, mikilli konu að skapgerð. Hún á, sem maður hennar, ofurhug og^ metn- aðargirni, en^ veiklað ímyndunarafl hindrar hana eigi í fran1" kvæmdum. Ásamt karlmannslundinni á hún þó eiginleika konunnar. Umhyggja hennar fyrir manni sínum er vottur þess. Einnig hikar hún við að vega Duncan af því, að hann sof- andi líktist föður hennar. Þar brýst kvenlund hennar fram. 1) í þýðingu eftir Matthías Jochumsson, Reykjavík, 1874.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.