Eimreiðin - 01.07.1928, Qupperneq 87
EIMREIÐIN
WILLIAM SHAKESPEARE
279
Henni er mjög um það hugað að hefja mann sinn til nýrrar
tignar. Til þess að hvetja til ódæðisverksins neytir hún allrar
viljaorku sinnar. En sá glæpur verður ofraun kveneðli hennar
er fram í sækir; samvizkan bítur hana sáran, og hún missir
vitið. Það er því auðsætt, að höfuðpersónur leiks þessa eru
stórfeldar, skapgerð þeirra ofin af hinni mestu djúpskygni.
En fleira er hér aðdáunarvert — mikill og háfleygur skáld-
skapur. Hugur Macbeths dvaldi löngum í heimi draumsjóna;
hann heyrði raddir og sá sýnir, sem heimsbörn heyra eigi
að jafnaði eða sjá. Mörg eintöl hans eru myndauðug og
kröftug. Rás viðburða og leikslok eru einnig hin snildarleg-
ustu, enda er Macbeth áhrifamikill á leiksviði. Og loks ber
þess að ,geta, að leikurinn er færður í hið prýðilegasta mál-
skrúð. A síðustu árum þessa sorgarleikja-tímabils sneri
Shakespeare sér á ný að viðfangsefnum úr sögu Rómverja
og fór með þau af sömu snild og einkennir leikrit þau, sem
nú hafa rædd verið. I Antony and Cleopatra sýnir hann,
kvernig hinn mikli rómverski hershöfðingi bíður sálartjón og
að lokum fjörtjón fyrir áhrif austurlenzks nautnalífs, en ímynd
bess er hin fagra Cleopatra, »ormur Nílár*. Coriolanus er
hvöss ádeila á múginn hviklynda, sem lýðskrumarar hafa að
leiksoppi. Þó verður söguhetjunni Coriolanusi ofdramb sitt að
Hlli; hann fyrirlítur lýðinn gersamlega. Allar eru sorgarleikja-
hetjur Shakespeares göfgir menn að eðlisfari, en þó er sú
veila í skapgerð sérhvers þeirra, er verður þeim að falli og
fjörtjóni: Hamlet íhyglin, Othello afbrýðin, Lear hrósgirnin,
Macbeth metorðagirnin, Coriolanusi drambið. Slík er saga
beirra. Og er hún eigi harmsaga alls þorra jarðarbarna í
umgerð skáldlegrar ímyndunar og djúpskygni? Er það eigi
harmsaga vor manna, að brestir vorir og breyskleiki varna
bví tíðum, að vér náum settu marki, verða oss að fótakefli
~~ og jafnvel að fjörtjóni? En harmleikir þessir eru meira
eo stórfeldar myndir örlaga einstakra manna og skuggsjá
mannlegs lífs í heild sinni. Orka og eldur endurreisnartíma-
oilsins lifir í þeim; þeir eru gróður þeirrar frjósömu aldar
°9 spegla líf hennar. Þeir eru mesta bókmenta-afrek hinnar
glæsilegu Elizabetar-aldar. Má skipa þeim á bekk með
memstu sorgarleikjum Forn-Grikkja.
Á síðasta tímabili ritstarfa sinna (1609—11) skráði Shake-
^Peare þrjú dramatísk æfintýri: Cymbeline, Winter’s Tale og
^he Tempest. Þesskonar leikrit voru þá að ná lýðhylli. Eru
Pau æði frábrugðin sorgarleikjunum, anda friði og sælu og
*ara öll vel. Það er eins og skáldið sé nú sáttur við veröld-
ma og ana menn. Leikrit þessi gerast í draumlöndum ímynd-
unarinnar fremur en á jörðu hér. En óneitanlega eru þau