Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 88

Eimreiðin - 01.07.1928, Blaðsíða 88
280 WILLIAM SHAKESPEARE eimreiðin formfögur og heiðríkja hvílir yfir þeim. The Tempest (Storm- urinn)1) hefur náð mestri lýðhylli af leikjum þessum og er einnig merkilegur vegna þess, að hann mun vera síðasta full- gert leikrit skáldsins. Hér er þó eigi um afturför að ræða. Skáldlegt hugarflug, lieimspekileg djúpskygni og frumleiki í persónugerð sýna, að skáldið er enn í fullum blóma. Engar persónur hans eru frumlegri en ljósálfurinn Ariel, hálfmennið Caliban, Miranda hin fagra og göfugmennið Prospero. Eigi all- fáir hyggja, að Shakespeare kveðji skáldlist sína þessum orðum: „En þessum hrikalega galdra gjörning ég hafna nú, og þá er himin-söng þann vakið hef ég, sem nú vakna býð ég, þá brýt ég staf minn, fel hann marga faðma í jörðu niðri, og dýpra en nokkurn tíma varð sökku kannað djúp skal sökkva bók mín“. Og maður freistast til að halda, að Ariel ljósálfur, þjónustu- andinn léttfleygi, sem Prospero gefur frelsi sitt, sé andi skáld- legs hugarflugs, nú leystur frá löngu starfi í þjónustu herra síns. Af þessari stuttu lýsingu á ritstörfum Shakespeares er það ljóst, hve feikna afkastamikill hann var. Alls reit hann 37 leik- rit auk kvæða og sonnetta. Eigi er fjölhæfni hans síður að- dáunarverð; hann reit sorgar- og gleðileiki, ádeilur og æfin- týri af jafnri snild. Er því bert, að hér er alls eigi um hvers- dagsmenni að ræða. En undragáfu Shakespeares verður eigi lýst í fáum orðum. Hversu hún eða snild annara er til orðm fær enginn skýrt til fullnustu. Mikilmenni andans eru að visu sem aðrir börn sinnar tíðar, Shakespeare einnig. Hann varð fyrir djúpum áhrifum af samtíð sinni. Leikrit hans bera þess ljós merki. Þar gætir, sérstaklega framan af, — því að sjálfur Shakespeare varð einnig að æfa listgáfu sína — ýmsra galj® þeirrar tíðar. En þeir eru smámunir einir í samanburði við snild hans. En í hverju er hún fólgin? Hún er ofin mörgum þáttum. Hér verða taldir fáir einir. Bent hefur þegar verið á hina óvenjulegu fjölhæfni Shake- speares. En sterkasti og dásamlegasti þátturinn í undragafu hans er máske hinn regindjúpi skilningur hans á manneðlmu og mannlífinu. Öllum öðrum fremur sýnir hann dýpt og ástríðm mannssálarinnar, lífið í fjölbreytni þess, fegurð þess, sannlei og gleði, en einnig andstreymi, blekking og hverfleik ]arð- neskrar tilveru. Vér megum vel hafa það hugfast, að bok- mentirnar eru skuggsjá mannlífsins, að það, að rita svo snil sé á, er meira en að raða orðum saman líkt og glitrandi per 1) í þýðingu eftir Eirík Magnússon, Reykjavík, 1885
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.