Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Side 49

Eimreiðin - 01.10.1928, Side 49
EIMREIÐIN LIFA LÁTNIR? 353 og óþroskuðu öfl, sem svo mikið er um í hverri mannssál, og aldrei koma fram til starfs í þessu lífi, tómt tilgangsleysi og ekkert annað. Eðlilegra er, að alt þetta eigi fyrir sér að streyma fram og þroskast í öðru lífi. Skaparinn býr ekki hið skapaða meiri né fleiri eigindum en það getur notfært sér fyr eða síðar, og ekkert annað en ódauðleikakenningin getur skýrt það, hversvegna þetta náttúrulögmál er rofið svo tíðum, þegar um líf manna er að ræða. Sumir koma með þá viðbáru, að vér trúum á ódauðleikann af því að oss langi til að öðlast hann. En hvað knýr fram þá löngun? Dýrin girnast oft það, sem þau geta ekki fundið, en girnast þau nokkurntíma það, sem ekki verður fundið? Maðurinn er vaxinn upp af sömu rót og dýrin. Engar þær óskir elur hann í brjósti um efnisleg verðmæti, að ekki sé unt að fá þær uppfyltar. Hversvegna skyldi hann þá hungra og þyrsta eftir andlegum verðmætum árangurslaust? Ef guð hefði manninn þannig að leiksoppi, gæti ég staðið upp á degi dómsins og formælt honum eða réttara sagt því blinda afli, sem þá stjórnaði tilverunni. En hvernig getur maðurinn verið réttlátari en skapari hans? Eða getur blind, tilgangslaus »lífshvöt« framleitt annað meira og betra en hún þekkir, og yfirstígið sjálfa sig með því að skapa framsæknar, sjálfsmeðvit- und gæddar og siðgæði búnar verur? Vonin um ódauðleikann styrkist jafnvel enn betur við að íhuga eðli guðs en eðli mannsins. Hvert er svo eðli og ásigkomulag þess lífs, sem vænta má, að vér eigum í vændum eftir dauðann? Sú ályktun er í fylsta máta réttmæt, að vér lifum svo áfram sem vér höfum í haginn búið. Það er ekki Iíklegt, að þeir sem hér í lífi voru aldrei annað en dauðýfli, öðlist ódauðleikann í jafnríkum mæli eins og hinir, sem lifðu starfsömu lífi. Hér er aðeins að ræða um nýtt stig á þróunarbrautinni. En sé þróunin óslitin að öðru leyti, þá er eðlilegt, að persónuleikinn lýsi sér áfram eins og hann var. Þar sem lífið er sífeld barátta fyrir einhverjum verðmætum er óhugsandi að vor bíði eilíft athafnaleysi. Hitt er ólíkt sennilegra að vér höldum áfram að berjast fyrir þessum verðmætum, hinu sanna, fagra og góða »sub specie aeternitatis«, í sínu eilífa formi, eins og Spinoza komst að 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.