Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Side 22

Eimreiðin - 01.07.1930, Side 22
230 ÞÝZK SKÁLD eimreiðin anda manns. Hið innra nagaði íhyglin rætur lífsmeiðsins. Thomas var fjarri því að vera heill maður. Ótti, kvíði, efa- semdir, áhyggjur settust að í sál hans, viljinn lamaðist, lífs- magnið fjaraði út. Thomas sýktist meir og meir, misti trúna á starfi sínu og sjálfum sér. Hröðum skrefum gengur alt niður á við: ættin og verzlunin fá hvern skellinn af öðrum. Christian bróðir hans er sannnefndur umskiftingur. Hann á að sumu leyti listamannshæfileika, en vantar andann, neistann. Hann er leikari, hermikráka, á sterka ævintýraþrá, hefur fyrir- litningu á verzlun, getur ekki bundið sig við neitt ákveðið starf, á ekkert viljaþrek. Taugakerfi hans er alt í ólagi, allar taugarnar styttri öðru megin, segir hann sjálfur. Hann braut mjög heilann um sjálfan sig og sjúkdóm sinn. Að lokum lendir hann á geðveikrahæli. Nokkrum sinnum eru bræðurnir látnir leiða saman hesta sína, og Thomas er ekki svo sterkur á svellinu, að hann gangi jafnan með sigur af hólmi. Kona Thomasar er mjög hneigð fyrir söng og hljóðfæraslátt, lifði meira í ríki tónanna en með manni sínum. Hún óx aldrei inn í ættina. Sonur þeirra, Hanno, var mjög veikbygður, allur á sviði hljómlistarinnar, hafði ýmigust á veruleikanum og þoldi hann ekki. Það kom ekki til mála, að hann tæki við verzl- uninni, og þar sem faðir hans komst þó á fullorðins aldur, andaðist Hanno þegar í æsku. Þannig dó út karlleggur ætt- arinnar, og verzlunin komst í annara hendur. Orsakirnar til hnignunar ættarinnar eru ekki raktar lið fyrir lið. Þær liggja dýpra en svo, að mannleg skynsemi fái skilið þær til fulls: Það eru örlög. En þegar líður á söguna heyra menn alstaðar rödd lífsins sjálfs, finna að frásögnin er í öll- um atriðum sönn: jafn eðlileg, jafn dularfull og lífið sjálft. Hnignunin lýsir sér einkum í því, að hugurinn snýst meira inn á við, frá umheiminum að manninum sjálfum. Það er og eins og fari fram aðgreining líkams- og sálarkrafta og veiki þrótt hvorstveggja. Fjörið fjarar út, viljamagnið lamast við það, að skilningur eykst. Hið ytra kemur hnignunin fram í því, að aldur einstaklinganna styttist, líkamsbygging verður smágerð- ari, veikari, taugakerfið sýkist. Persónurnar líða lengra og lengra inn í hugarheim, verða sálrænni, hneigðari fyrir skáld- skap og hljómlist, unz þær að lokum eru ekki lengur hæfar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.